fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Alvarlegasta atvik sem upp hefur komið í íslenskri heilbrigðisþjónustu ekki á borði heilbrigðisráðherra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 09:15

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, vill ekki tjá sig um hópsýkingu COVID-19 sem upp kom á Landakoti  og sagði málið enn fremur ekki inn á sínu borði. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar, en blaðamenn Stundarinnar leituðu ítrekað til heilbrigðisráðherra eftir svörum enda um að ræða alvarlegast atvik sem upp hefur komið í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Tólf einstaklingar eru látnir í kjölfar hópsýkingarinnar. Lögum samkvæmt er Svandís Svavarsdóttir, vegna stöðu sinnar sem heilbrigðisráðherra, höfuð heilbrigðismála í landinu. Hún skipar forstjóra heilbrigðisstofnana, þar á meðal forstjóra Landspítala sem Landakot heyrir undir. Eins skipar hún landlækni.

Samkvæmt frétt Stundarinnar hafa starfsmenn spítalans, smitsjúkdómalæknar og sýkingavarnardeild Landspítala ítrekað bent á að spítalinn sé ófullnægjandi til að takast á við faraldur á borð við COVID-19 meðal annars vegna ófullnægjandi húsnæðis, þar með talið húsnæði Landakots.

Eins var ekki hægt að skipta Landakoti niður í sóttvarnarhólf sökum ófullnægjandi mönnunar.

Bæði Þórólfur og Alma tóku undir það í samtali við Stundina að hópsýkingin á Landakoti sé með alvarlegri atburðum sem átt hafa sér stað undanfarna áratugi á Landspítala.

Því vekur nokkra furðu að málið sé ekki á borði þess aðila sem lögum samkvæmt fer með yfirstjórn málaflokksins og eins að heilbrigðisráðherra neiti að tjá sig um atvikið.

Niðurstöður úttektar Landspítalans á hópsýkingunni verða kynntar síðar í dag á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. 

UPPFÆRT: 

Athugið – Í nýrri frétt kemur fram að heilbrigðisráðherra telur sér ekki fært að ræða málið fyrr en landlæknir hefur lokið rannsókn á atburðarásinni. Hún fylgist þó vel með málinu.

Sjá nánar: Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala