fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Tvö hundruð og fjörutíu milljóna króna gjaldþrot hjá hinsegin bar í Hafnarstræti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gulleyjan ehf. var nýlega tekin til gjaldþrotaskipta og fundust engar eignir í búinu. Lýstar kröfur í það voru 239.476.176 kr. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Einkahlutafélagið Gulleyjan rak barinn Curious Bar sem var starfræktur í Hafnarstræti um skamma hríð. Staðurinn var fyrst opnaður sumarið 2019. Átti þetta að vera skemmtistaður fyrir hinseginsenuna á Íslandi. Hann var hins vegar opinn mjög stopult.

DV hafði samband við Stefán árna Auðólfsson lögmann, sem er skiptastjóri búsins. Samkvæmt honum má rekja háar kröfur í búið til æfinga hjá leigusala: „Í raun og veru er þetta bara lítið gjaldþrot. En leigusamningurinn var gjaldfelldur til margra ára og einhver framtíðarleiga sett inn sem krafa. Útistandandi kröfur voru í rauninni ekki miklar,“ segir Stefán.

Stefán segir að barinn hafi í raun aldrei verið opnaður almennilega. Þetta hafi verið brostinn draumur um Gay/vegan bar sem átti aldrei möguleika eftir að lokaði fyrir komur erlendra ferðamanna til landsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu