fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Furðulegi blaðamannafundurinn – „Þetta er legit það undarlegasta sem ég hef á ævinni séð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Ólafsson, aðstoðarmaður og upplýsingafulltrúi rektors Háskóla Íslands, segir eitt atvik hafa farði framhjá mörgum eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hann greinir frá þessu á Twitter.

„Eitt atvik hefur farið aðeins undir radarinn eftir að fjölmiðlar lýstu yfir sigri Joe Biden. Og það er hinn óendanlega fyndni misskilningur á bak við blaðamannafund Rudy Guilani á Four Seasons í Philly,“ skrifaði Andri.

Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði blaðamannafund lögmanna sinna í gær og átti fundurinn að fara fram á Four Season Total Landscaping í Philadelphia.

„Four Seasons Total Landscaping hljómast svoldið suspect, nó? Hann hlýtur að hafa verið að meina Four Season hótelið?,“ heldur Andri áfram. „Nei aldeilis ekki. Four Seasons kom strax fram á Twitter og sagði að fundurinn væri alls ekki á hótelinu.“

„Blaðamenn fundu þess í stað addressuna á Four Seasons Total Landscaping. En þegar þeir mættu á staðinn fóru þeir að klóra sér í hausnum. Í ljós kemur að Four Seasons Total Landscaping er eitthvað random garðyrkjufyrirtæki sem var bókað fyrir misskilning. En í hita leiksins uppgötvaðist það of seint til að hægt væri að gera annað en að halda fundinn.“

Four Seasons Total Landscaping er staðsett á óhefðbundnum stað fyrir blaðamannafund. Um var að ræða bílskúrshur og í næsta nágrenni var klámbúð.

„Sjáið hvað þetta er random. Einhver plaköt á bílskúrshurð á blaðamannafundi sem forseti USA boðaði á krítískum tímapunkti til að halda sér í embætti. Þetta er legit það undarlegasta sem ég hef á ævinni séð.“

„Og til að toppa allt saman þá lýstu fjölmiðlar yfir sigri Biden akkúrat á meðan þessum blaðamannafundi stóð. The Irony. Ég get ekki hætt að hlægja af þessu. Endir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”