fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Fréttir

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins, gagnrýnir umræðuna um málefni fiskiskipsins Júlíusar Geirmundssonar, þar sem upp kom smit af COVID-19 þegar lagt var af stað í fiskitúr.  Útgerðin og skipstjórinn hafa harðlega verið gagnrýnd fyrir að láta úr höfn með veikindi um borð og hafa ekki snúið til hafnar þegar ljóst var að veikindin höfðu dreift mikið úr sér manna á milli, en meirihluti áhafnar Júlíusar smitaðist af COVID-19 í þessum túr.

Svanur segir í pistli sem hann birti á Vísi að það sé ekkert nýtt að útgerðir fái á sig ósanngjarna gagnrýni. Hins vegar sé það fátítt að einstaka menn grípi tækifæri í miðri baráttu við heimsfaraldur til að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar.

Þessir menn séu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Þórður hafi meðal annars líkt aðstæðum á skipinu við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga og Benedikt hafi hreinlega logið upp á framkvæmdastjóra útgerðarinnar og sé hann sífellt að blanda auðlindagjaldi og kvótakerfinu inn í umræðuna sem þó eigi að snúast um kórónuveiruna.

„Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónuveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur.

Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“

Svanur telur þá Benedikt og Þórð vera rökþrotamenn sem nýti tækifærið til að níðast á þeim sem lendi í veirusmiti á vinnustað. Þegar hafi verið viðurkennt að mistök hafi verið gerð um borð í Júlíusi Geirmundssyni og á því hefur verið beðið afsökunar.

„En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir.

[…] Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð.“

Svanur sjálfur segist reiðubúinn að ræða við þá Þórð og Benedikt um rekstrarumhverfi sjávarútvegs, en telur þó ólíklegt að þeir vilji ræða málin af skynsemi.

„En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“