fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fréttir

Ekkert útgöngubann – Ríkisstjórnin fundar um hertar aðgerðir

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verða kynntar í dag. Ríkisstjórnin hefur fundað síðan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum og eru að fara yfir minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis um tillögur  að aðgerðum.

Í framhaldinu verður boðað til blaðamannafundar þar sem ráðherrar og þríeykið kynna hertar aðgerðir og sitja fyrir svörum. En hefur ekki verið boðað til fundarins svo óljóst er hvenær hann mun hefjast. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þó í útvarpinu í morgun að fundurinn yrði öðru hvoru megin við hádegið.

Í samtali við RÚV í morgun sagði Katrín þó að aðgerðirnar muni ekki fela í sér útgöngubann heldur verða hertar aðgerðir á þeim sviðum sem takmarkanir gilda þegar um.

 

Uppfært: 11:18 

Blaðamannafundur verður haldinn klukkan 13:00 í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“