fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Fréttir

Örtröð við Partýbúðina í dag – „Það er eins og fólk sé ekki að hugsa“ – Sjáðu myndbandið

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 19:09

Skjáskot úr myndbandi Friðriks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hárgreiðslumaðurinn Friðrik Jónsson birti í dag myndband á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram þar sem að sjá má langa og ansi þétta röð fyrir framan Partýbúðina. Draga má þá ályktun að þessi fjöldi fólks sæki verslunina vegna Hrekkjavökunnar, sem fram fer um helgina.

Ásamt myndbandinu skrifaði Friðrik: „Svo finnst okkur skrítið að ástandið versni bara í samfélaginu…“ og þá má einnig sjá textann „2 metra regla?“ á myndbandinu.

Blaðamaður DV hafði samband við Friðrik sem sagðist hafa tekið um myndbandið um fjögur leitið í dag.

„Það er eins og fólk sé ekki að hugsa“ sagði Friðrik, sem er pirraður út af ástandinu. Aðspurður sagði hann að að þessi röð kæmi sér á óvart, en þó ekki, þar sem að hann hafi tekið eftir hegðun sem þessari áður.

Líkt og áður segir er Friðrik hárgreiðslumaður, en sú stétt hefur þurft að finna fyrir því í faraldrinum. Hann segir hárgreiðslufólk gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir smit: klæðist grímum, hönskum, spritt alla fleti og fleira, en það gerir lítið til, ef að sumir séu „yfir reglurnar hafnar“.

Sjálfur segist Friðrik hafa farið í Partýbúðina fyrir nokkrum vikum. Þá hafi ekki verið svona mikið að gera, en hann hafi samt tekið eftir því hversu „þröng“ verslunin sé. „Það er erfitt að mæta fólki þarna. Ég get ekki ímyndað mér hvernig ástandið var inni í búðinni.“

Vísir fjallaði einnig um málið, en þar sagði Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarsjóri Partýbúðarinnar að tveir starfsmenn hefðu þurft að sjá til þess að tveggja metra reglunni væri haldið úti.

„Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“

Hér má svo sjá myndband Friðriks:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“