fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Fréttir

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. október 2020 12:37

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Skjáskot af RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki gott og þetta kemur upp á erfiðum tíma þegar horft er til stöðunnar á Landspítalanum og í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, um tíðindi af fjölgun COVID-19 smita, en 86 innanlandssmit greindust í gær.

„Þetta er þungt að fá og sóttvarnalæknir er að skoða það að mæla fyrir hertum aðgerðum. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum stöðuna vera mjög alvarlega í augnablikinu.“

Víðir telur líklegt að lögð verði til frekari takmörkun hópa en hámarkið í dag er 20 manns. „Á síðustu 14 dögum erum við með 50 tilfelli þar sem fleiri en sex komu saman, við þurfum að minnka hópa til að fækka hópsmitum. Svo erum við með stóru hópsmitin á Landakoti og síðan erum við líka með smit tengd skólum. Aðgerðirnar þurfa að beinast að því að minnka þá hópa sem koma saman.“

Víðir segir þó að allt verði gert til að halda grunnskólum og leikskólum opnum. „Það skiptir börnin miklu máli og takmarkanir á skólastarfi hafa slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. Við reynum í samstarfi við skólayfirvöld og starfsfólk að halda starfsemi skóla eins mikið gangandi og hægt er.“

Landaskotssmitin farin að dreifast um samfélagið

Víðir segir að þriðja stigs smit sem rakin eru til hópsýkingarinnar á Landakoti hafi fundist. „Það er orðið erfitt að líta á Landakotssýkinguna sem sjálfstæðan atburð,“ segir hann og lítur svo á að hópsýkingin á Landakoti renni saman við innanlandssmitin almennt.

Af 86 smituðum voru 62 í sóttkví. Víðir segir að í sjálfu sér sé það hlutfall jákvætt en bendir á að margir af þessum hafi verið nýkomnir í sóttkví og gætu hafa útsett aðra áður en til þess kom. „Ef við horfum síðan bara á fjöldann en ekki hlutfall þeirra sem voru ekki í sóttkví sjáum við að sú tala er á uppleið.“

DV spurði Víði út í takmarkanir á heimsóknum á líknardeildir sem hafa verið gagnrýndar. „Ég veit að verið er að gera allt sem hægt er til að leyfa þessar heimsóknir en það þarf líka að horfa til öryggis starfsfólks. Landspítalinn er að gera sitt besta í þessu.“

Víðir segir ekki ljóst hvenær næsta minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis verður klárt. Fundahöld séu framundan í dag þar sem reynt verður að meta hvar best sé að drepa niður fæti í hertum aðgerðum. Niðurstaða þeirra umræðna gæti legið fyrir í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásta Fjeldsted þurfti að læra að gera minna – „Ég gleymdi hreinlega að anda“

Ásta Fjeldsted þurfti að læra að gera minna – „Ég gleymdi hreinlega að anda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna