fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 28. október 2020 12:10

Íslendingar á Arnarhóli. mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum sem DV óskaði eftir frá embætti Landlæknis og almannavörnum hafa samanlagt 74.687 manns farið í sóttkví á Íslandi frá upphafi faraldurs.

Skiptast þær tölur þannig að 22.880 fóru í sóttkví frá upphafi faraldurs í byrjun mars til 14. sept. Þann 14. september breyttu sóttvarnayfirvöld reglum um sóttkví þannig að boðið var að stytta sóttkví gegn seinni sýnatöku. Eftir 14. september hafa 19.682 farið í sóttkví og má gera ráð fyrir að langflestir, ef ekki allir, hafi þegið valkostinn að stytta sóttkví sína um viku gegn seinni sýnatöku.

Þar að auki hafa 32.125 komið til landsins frá 19. ágúst og farið í svokallaða skimunarsóttkví, sem er sóttkví á milli tveggja sýnataka. Á milli sýnatakanna þurfa að líða 4-5 dagar, og er niðurstöðu yfirleitt að vænta samdægurs er seinni sýnatakan fer fram snemma dags, annars næsta dag. Þannig verður dvölin í sóttkví aldrei stytti en 5 dagar.

Ef fjöldi einstaklinga í sóttkví er margfaldaður með dagafjölda sem þeir voru sendir í sóttkví fæst út að Íslendingar hafa eytt 618.719 dögum í sóttkví. Það jafngildir tæplega 17 öldum. Til samhengis má líta á neðangreinda töflu:

618.719 dagar eru:
88.388 vikur
20.624 mánuðir
1.695 ár

Til samanburðar má nefna að 1.146 ár eru liðin frá landnámi, 1.090 frá stofnun Alþingis, 1.021 frá kristnitöku og 211 frá valdtöku Jörunds Hundadagakonungs.

Hér skal þó tekið fram að sá háttur er hafður á hjá smitrakningateymi almannavarna, að byrja að telja dagana í sóttkví frá því einstaklingurinn var útsettur fyrir smiti. Ef sett er upp dæmi mætti þannig segja að ef Jón hittir Pétur á mánudegi, og Pétur greinist svo með jákvætt Covid-19 smit á miðvikudegi, þá reiknast sóttkví Jóns frá mánudeginum. Því er ekki alltaf svo að einstaklingar fara í fulla sóttkví.

Fyrir helgi sagði DV frá því að mál væru til skoðunar er varða lögmæti hinnar svokölluðu skimunarsóttkví. Umboðsmaður Alþingis birti svo tilkynningu á vef sínum á mánudaginn þar sem hann sagði lagaheimildir sóttvarnayfirvalda óskýrar, kallaði eftir breytingu á þeim og að kæruleiðir yrðu skýrðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala