fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Garðbæingar rísa upp – „Mér var brugðið þegar ég sá Garðapóstinn í morgun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. október 2020 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær hefur skorið upp herör gegn einelti. Saga Ólívers, 11 ára drengs, sem hefur mátt þola grimmilegt einelti árum saman, hefur hreyft við hjörtum íbúa Garðabæjar. Mikill vilji virðist hafa virkjast í bæjarfélaginu til að takast á við það vandamál sem einelti er.

Mörgum var þó brugðið eru þeir litu nýjustu kápu vikublaðsins Garðapósturinn sem dreift er í hvert hús.

Skilaboðin eru óneitanlega sláandi. „Mér var brugðið þegar ég sá Garðapóstinn í morgun,“ segir kona í Facebook-hópi íbúa Garðabæjar en flestir aðrir sem ræða myndina að ofan eru ánægðir með framtakið. „Gerum þetta saman,“ er viðkvæði margra.

Garðapóstinum er dreift í hvert hús í Garðabæ einu sinni í viku. Ritstjóri blaðsins er Valdimar Tryggvi Kristófersson. Valdimar segir að viðtal sé í blaðinu við Sigríði Huldu Jónsdóttur, formann Skólanefndar Garðabæjar, sem ræðir um einelti vítt og breitt. Kápan utan um blaðið er síðan til þess gerð að vekja sérstaka athygli á vandamálinu og er hluti af átaki.

Segir Valdimar raunar að þetta tiltæki sé upphaf að átaki um einelti. Frumkvæðið átti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Dominos, sem hafði samband við Valdimar og vildi gera eitthvað í málunum. Þannig varð hugmyndin að kápunni utan um Garðapóstinn til.

Birgi brá við þá umfjöllun sem birtist í fjölmiðlum um mál Ólívers og vill leggja sitt af mörkum í baráttu gegn einelti. Hann býr í Garðabæ og sagði við Valdimar að hann hafi vart trúað því að svona ætti sér stað í bænum hans.

„Aðalmarkmiðið var að vekja athygli á þessu. Þetta er mál sem snertir samfélagið djúpt og mig líka,“ segir Birgir í spjalli við DV. Hann sagðist vilja leggja baráttunni gegn einelti lið þó að hvorki hann né Valdimar séu sérfræðingar í málaflokknum. Þeir séu gamlir félagar og er þeir ræddu hvað þeir gætu gert hefði hugmyndin að kápunni kviknað. Markmiðið sé að hver fjölskyldu fyrir sig hugleiði þessi mál og því sé hentugt að blaðið fari í hvert hús í Garðabæ.

„Markmiðið var frekar að fólk horfi inn á við en að við leitum að sökudólgum,“ segir Birgir.

Birgir segist vilja hrista í umræðunni um einelti og taka hana lengra. „Við þurfum öll að líta í eigin barm, við þurfum að líta til okkar sjálfra og barnanna okkar. Við erum fyrirmyndirnar og við eigum að vera þeir aðilar sem þroska með börnunum okkar rétt og góð gildi. Einelti hefur því miður viðgengist of lengi. Þetta er tilraun til að hrista upp í fólki hvað varðar þessi vandamál og fá það til að líta inn á við.“

Birgir segir að einelti sé vandamál sem snerti mjög marga og flestir viti ekki hvernig þeir eigi að nálgast vandamálið. Í skólum sé til stórt vopnabúr aðgerða gegn einelti en það virðist því miður ekki duga til. Uppræta þurfi einelti með rótum og ef það á að takast þá þurfi að grípa fastar í. „Við viljum ná árangri og til að það sé möguleiki þarf að byrja á heimilunum. Það munar um það litla sem hver og einn getur lagt af mörkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”