fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 28. október 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á að bóluefni verði komið á markað snemma á næsta ári og í dreifingu um mitt næsta ár. Þetta sagði Kári Stefánsson við blaðamann DV. „Það eru 9 bóluefni á lokastigum klínískra prófa, sem er ansi mikill fjöldi,“ sagði Kári. „Sumt hjá bestu lyfjafyrirtækjum heims. Líkur á því að eitthvað af þeim bóluefnum verði komin á markað á þeim tíma eru góðar. Hversu lengi það tekur að koma því í almenna dreifingu er svo miklu meiri spurning.“

Hvað á Kári við með „almennri dreifingu?“ „Venjulega,“ svarar Kári, „fylgir þetta lögmálum hins kalda og harða kapítalisma,“ svarar Kári. Um lyf gilda þannig sömu lögmál og gilda um kók og pepsi eða hverja aðra markaðsvöru. Lyf eru framleidd, þau eru samþykkta af þar til bærum yfirvöldum og svo eru þau seld þangað sem þau eru samþykkt. Heildsalar kaupa þau af framleiðendum og dreifa í apótek, heilsugæslur, o.s.frv.

En nú gæti orðið breyting á því, segir Kári. „Nú hafa bæði ríki heims og lyfjafyrirtæki snúið bökum saman út af þörfinni á því að þetta komist víða.“ Sú „þörf“ segir Kári bæði vera mannúðlega, en líka praktískar fyrir ríkar þjóðir heims. Eina leiðin, segir Kári, fyrir ríkar þjóðir að verja sig er að ná upp hjarðónæði hjá sér, en líka meðal þeirra fátæku. „Þú getur ekki varið ríku þjóðir heimsins nema að bólusetja þær fátæku líka.“ Þannig, útskýrir Kári, hafa mannúðarsjónarmið runnið saman við makkíavellíska eiginhagsmuni ríkra þjóða í áðurnefnt samstarf.

Kári setur þó vissa varnagla á spár sínar: „Ég er bjartsýnn og mér finnst líklegt að við eigum eftir að haga okkur fallega sem dýrategund, en við eigum eftir að sjá það.“

Fyrr í dag sagði Kári við DV að þjóðin yrði að þrauka þar til bóluefnið kæmi til landsins. Fyrr mætti ekki slaka á. Af þessum orðum hans sjálfs að dæma kann biðin að fara að styttast.

Vefur New York Times rekur sérstaka síðu sem fylgist með þróun bóluefna við Sars-Cov-2 og Covid-19 sjúkdómnum sem hún veldur. Samkvæmt henni eru 49 bóluefni í þróun í Bandaríkjunum. Þar af eru 35 í fyrsta fasa prófanna, 14 í öðrum fasa, 11 í þriðja fasa og 6 í fjórða og síðasta fasa prófanna. Engin hafa verið samþykkt enn til almennrar notkunar. Því til viðbótar eru 88 bóluefni sem ekki hafa hafið prófanir á manneskjum enn, en eru til prófunar í dýrum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“