fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Dæmd fyrir skattsvik eftir að hafa rekið fyrirtækið Snyrtilegur klæðnaður í þrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. október 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem rak fyrirtæki er gekk undir nafninu Snyrtilegur klæðnaður en var skráð undir heitinu Snyrtilegur ehf. hefur verið sakfelld fyrir skattsvik, bókhaldsbrot og peningaþvætti. Fyrirtækið hefur verið afskráð.

Konan var sökuð um að hafa staðið skil á efnislega rangri virðisaukaskattskýrslu félagsins fyrir árin 2014 og 2015, samtals upp á tæplega 15 milljónir króna.

Þá var hún sökuð um að hafa ekki réttilega staðið skil á bókhaldi félagsins.

Þá var hún sökuð um peningaþvætti með því að hafa aflað Snyrtilegum ehf. ávinnings af brotum, samtals tæplega 15 milljóna, og ráðstafað ávinningnum í þágu rekstrar einkahlutafélagsins, og eftir atvikum í eigin þágu.

Konan var fundin sek og dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða 43 milljóna króna sekt til ríkissjóðs og þarf hún að sitja inni í tæpt ár ef hún greiðir ekki sektina.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjö greindust í gær

Sjö greindust í gær
Fréttir
Í gær

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“