fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Endurskoðandi með þungar ásakanir á skattyfirvöld – „Eiga það til að ganga fram með offorsi og jafnvel lögbrotum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. október 2020 09:44

Jón Þ. Hilmarsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þ. Hilmarsson endurkoðandi segir að sakamál vegna skattalagabrota séu oft illa unnin og meðferð slíkra mála sé með þeim hætti að grafið sér undan réttaröryggi. Þetta kemur fram í grein Jóns í Morgunblaðinu í dag:

„Skattyfirvöld eiga það til að ganga fram með offorsi og jafnvel lögbrotum. Þeir sem lent hafa í slíkum hremmingum geta borið um það að vörnum verður gjarnan illa við komið þar sem gild andmæli eru oft algerlega virt að vettugi. Kæruleiðir eru útlátasamar og seinvirkar og engin trygging fyrir því að nokkru réttlæti
eða sanngirni verði náð í hinu íslenska réttarkerfi.“

Jón segir mörg dæmi um mál þar sem sakborningar þurfa að eyða mikilli orku og tíma í að leita réttar síns en hægt hefði verið að komast hjá því með vandaðri vinnubrögðum skattyfirvalda:

„Það er dýrt svar fyrir fjárvana einstaklinga að menn geti bara leitað til dómstóla með sínar ávirðingar eins og viðkvæðið er gjarnan. Það grefur undan réttaröryggi
þegar skattamálum er hent illa unnum inn í dómsali. Slæleg vinnubrögð innan skattkerfisins ásamt ríkri tilhneigingu til að forðast að líta til hagsmuna og
réttinda gjaldandans eru of tíð og rannsakendur eftirláta öðrum iðulega að taka á óunnum viðfangsefnunum. Þannig verða til mál sem snúast upp í harðsótta leit þolenda að réttlæti en það hefði verið hægt að forðast með vandaðri og sanngjarnri fyrstu meðferð mála.“

Jón heldur því fram að löggiltir endurskoðendur þurfi að uppfylli miklu meiri gæðakröfur og séu undirseldir mun strangara eftirliti en rannsakendur skattamála. Þá sé afleitt hvað langur tími fari í rannsóknir:

„Það grefur einnig undan réttaröryggi borgaranna hve langur tími fer í rannsóknir. Kerfið er líka stíflað af málum sem ættu ekki að eiga þangað erindi. Það sem reyndur endurskoðandi gæti leyst á nokkrum klukkutímum getur tekið vikur eða mánuði hjá rannsakendum með minni reynslu og menntun. Þetta er einföld staðreynd, ekki skætingur í garð rannsakenda, en sumir gera sitt besta.“

Þrettán ára þrautaganga

Grein Jóns vekur upp tilhugsun um mál athafnamannsins Bjarna Ákasonar þó að Jón minnist ekki á það í grein sinni. Bjarni var fyrir stuttu sýknaður í héraðsdómi af ákæru um skattsvik. Það mál á sér upptök í því að Bjarni hafði frumkvæði að því að leiðrétta skattframtöl sín og fyrirtækja sinna á tímabilinu 2007 til 2010. Endurskoðendur hans gerðu mistök við gerð framtalanna. Þetta kom ekki í veg fyrir að Bjarni yrði ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot en hann hefur nú verið sýknaður af þeirri ákæru.

Jón tiltekur annað mál í grein sinni:

„Dæmi er um úrlausn Hæstaréttar árið 2005 (#344) þar sem rétturinn var af einbeittum ásetningi sleginn valkvæðri blindu á nokkur gildandi ákvæði tekjuskattslaga. Skattþegnar sem fóru nákvæmlega að lagatextanum urðu lögbrjótar fimm árum síðar. Lagatextinn lítilsvirtur hangir enn í viðkomandi greinum lagasafnsins sýnilegur öllum nema þáverandi meirihluta Hæstaréttar en er væntanlega marklaus við svo búið. Var þó engin þörf á að auka óreiðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ævar Annel ræðir við DV og lýsir yfir sakleysi í íkveikjumálinu

Ævar Annel ræðir við DV og lýsir yfir sakleysi í íkveikjumálinu
Fréttir
Í gær

Harkalegur árekstur í miðbænum

Harkalegur árekstur í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar taka „stolnar fjaðrir“ Dags í Bloomberg fyrir

Staksteinar taka „stolnar fjaðrir“ Dags í Bloomberg fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna styrktarsamning Reykjavíkurborgar við RÚV

Gagnrýna styrktarsamning Reykjavíkurborgar við RÚV