fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður, baráttukona, gleðigjafi og fyrirmynd, hefði orðið 70 ára gömul í dag.  Hún lést þann 31. desember síðastliðinn.

Guðrún, eða Gunna eins og hún var kölluð, hreyfði við mörgum á ævi sinni, enda þótti hún búa yfir gífurlegum mannkostum, gæsku, tilfinningagreind, heiðarleika og húmor svo fáein dæmi séu tekin. Hennar er því sárt saknað.

Af því tilefni hefur hópur samferðafólks hennar útbúið myndband þar sem þau greina frá því með hvaða hætti Gunna snerti við lífi þeirra og eins hafa margir deilt fallegum afmæliskveðjum á samfélagsmiðlum.

DV tók saman nokkrar kveðjur, en eins má finna ofangreint myndband hér neðst, en það birtist upprunalega hjá Vísi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra, segir að Gunna hafi alltaf verið til staðar.

„Hún var alltaf til staðar. Og það sem hún kenndi mér í öllu okkar samstarfi var að þora að hlusta á innsæið, á tilfinningarnar, og víkja stundum heilanum aðeins til hliðar og gefa hjartanu meira rými. Hún kenndi mér líka mikilvægi þess að horfa alltaf á fólkið. Fólkið sem við erum að þjóna, vinna fyrir, fólkið sem við vinnum með og fólkið sem við erum kannski að takast á við. Því á bak við þetta allt saman er fólk, manneskjur, og það var það sem var alltaf í fyrirrúmi hjá Gunnu.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, minnist Gunnu einnig með hlýju.

„Við vitum öll að Gunna var réttsýn baráttukona en hvernig hún náði að virkja þingið og umhverfið til betri vegar var aðdáunarvert. Ekki með látum heldur sjarma og óbilandi eldmóði í þágu réttlætis. Hún hélt fólki við efnið. Talaði við þá sem þurfti að tala við í margs konar réttindabaráttu hennar fyrir þá hópa sem samfélagið hafði ekki tekið nægilega utan um. Hún missti aldrei sjónar á því að rétta af ranglætið. Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Gunna hafi kennt henni að ekkert sé ómögulegt.

„Það sem ég lærði af henni er að það er ekkert ómögulegt ef það er rétt og ef það er þess virði að berjast fyrir. Hún kenndi mér líka að mér liggur ekki svona mikið á. Hlutirnir þurfa ekki endilega að gerast hratt, maður má bara ekki gefast upp“

„Mér finnst að trú hennar á mennskuna og kærleikann ætti að vera okkur öllum leiðarljós sem störfum að velferðarmálum. Að hluta á fólk, taka sögurnar þeirra, vinna að lausnum með þeim, fyrir þau og að við erum öll í þessu saman.“

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, segir að Gunna hafi haft mikil áhrif á hana.

„Hún nálgaðist sín verkefni, hver sem þau voru, alltaf með væntumþykju og manngæsku í fyrirrúmi. Ég held að það sé nálgun sem við getum öll lært mikið af og geti gagnast okkur öllum við að ná fram mikilvægum framfaramálum.“

Ellen Calmon, varaborgarfulltrúi og forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir Gunnu hafa verið þeim hæfileika gædd að geta skammað fullorðið fólk í ábyrgðarstöðum.

„Hún var ein af fáum sem hafði fullkomið leyfi og var þeim hæfileikum gædd að geta „skammað“ rígfullorðið fólk í ábyrgðarstöðum ef henni fannst tilefni til. Það gerði Gunna einhvern veginn á uppbyggjandi, alúðlegan, ákveðinn og jafnvel skemmtilegan hátt.

Ég nefni þetta sérstaklega, því mér er svo minnisstætt þegar ég varð eitt sinn vitni að því í borgarpólitíkinni þegar Gunna tók ónefndan stjórnmálamann, sem ekki var samflokksmaður hennar, á beinið fyrir leiðinda framkomu. Gunna gerði það listilega vel og viðkomandi skildi alveg hvað hún meinti og tók það til sín.“

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra segir Gunnu hafa verið hjartað og sálin í þeim verkefnum sem hún tók að sér.

Jafnvel best skipulagða og best hannaða velferðarkerfi er ónýtt ef það hefur enga sál og ekkert hjarta. Þetta skildi Guðrún Ögmundsdóttir vel og það sem meira er að hún tók að sér að sjálf að vera sálin og hjartað í öllum þeim velferðarúrræðum sem hún kom að. Þeir sem slík úrræði áttu að gagnast, þau sem leituðu skjóls í velferðarþjónustunni fundu að hjartað í Guðrúnar Ögmundsdóttur sló með þeim. Þess vegna naut hún trausts þeirra sem stóðu höllum fæti í samfélaginu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Smit innan þríeykisins – Víðir með Covid-19

Smit innan þríeykisins – Víðir með Covid-19
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Harður árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Segja Guðmund hafa selt Jóni lagerinn á spottprís skömmu fyrir gjaldþrot – Kennitöluflakksmál óalgeng í kerfinu

Segja Guðmund hafa selt Jóni lagerinn á spottprís skömmu fyrir gjaldþrot – Kennitöluflakksmál óalgeng í kerfinu
Fréttir
Í gær

Níu smit og nýgengi smita hríðfellur

Níu smit og nýgengi smita hríðfellur