fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Lést í bruna í Borgarfirði

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. október 2020 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manntjón varð í brunanum í uppsveitum Borgarfjarðar í gær. Segir í tilkynningu lögreglu að allt lið slökkviliðs Borgarfjarðar hafi verið kallað út eftir að tilkynnt var um lausan eld í íbúðarhúsi í Hálsasveit í Borgarfirði á sunnudagskvöldið. Er slökkviliðið mættu á staðinn var húsið alelda.

Aðstæður voru erfiðar, að því er segir í tilkynningunni, en um þrjár klukkustundir tók að ná tökum á eldinum. Lauk slökkvistarfi um kl. 23 í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi er húsið gjörónýtt.

Konan sem lést var eina manneskjan í húsinu er eldurinn kom upp. Lögregla gefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu annað en að rannsókn sé á frumstigi og nýtur Lögreglan á Vesturlandi aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins.

Aðeins er rúm vika liðin frá því að maður lést í húsbílabruna í Grafningi í Árnessýslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga