fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fréttir

Lögregla fær að gramsa í iPhone-síma kúbeinsárásarkonu – Segja lykilinn að rannsókninni falinn í símanum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var veitt heimild til þess að rannsaka innihald iPhone farsíma konu sem grunuð er um aðild að alvarlegri líkamsárás.

Er konan sögð hafa í slagtogi við að minnsta kosti nokkra aðra ráðist á brotaþola með kúbeini „og/eða öðrum verkfærum.“ Hlaut brotaþoli af árásinni meðal annars opið sár á höfði og mar á brjóst og mjóbak. Konan var handtekinn þann 10. september síðastliðinn og hefur lögregla haft upp á öðrum aðila sem grunaður er um aðild að málinu. Sá aðili mun hafa sagt lögreglu frá því að hún hafi verið á staðnum og meðal annars brotið rúðu á heimili brotaþola.

Í gögnum málsins liggur fyrir að sést hafi til dökkklæddrar konu með tóbaksklút eða grímu fyrir andlitið, og rímar það við ásýnd konunnar er hún var handtekin. Þá mátti greina blóð á hendi hennar.

Umræddur sími fannst svo í bifreið sem notuð var í árásinni og staðfesti konan að umræddur sími væri sinn. Síminn var haldlagður í þágu rannsóknarinnar en konan neitaði síðar lögreglu aðgang að innihaldi símans.

Kemur fram í gögnum málsins að konan sé undir rökstuddum grun um aðild að áðurnefndri líkamsárás og ljóst að fleiri tengjast henni sem lögregla hafi ekki náð til. Á þeim grunni reisir lögreglan kröfu sína um aðgang að innihaldi símans. Segir í greinargerð lögreglu fyrir dómi: „Ríkir hagsmunir felist í því að afla frekari upplýsinga um staðsetningu og símanotkun kærðu og efnisinnihald símans sem kann að geyma gögn og upplýsingar um ferðir hennar og samskipti við grunaða samverkamenn á þeim tíma sem brotið var framið enda beri framburði hennar ekki saman við það sem fram sé komið í málinu. Telji lögregla því ástæðu að ætla að umbeðnar upplýsingar geti skipt miklu fyrir rannsókn málsins.“

Allt að sextán ára fangelsi liggur við brotum sem konan er grunuð um að hafa framið.

Sem fyrr segir varð héraðsdómur við ósk lögreglu um aðgang að iPhone síma konunnar, og hefur Landsréttur nú staðfest þann úrskurð héraðsdóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“
Fréttir
Í gær

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn
Fréttir
Í gær

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn
Fréttir
Í gær

Lögregla leitar vopnaðs ræningja

Lögregla leitar vopnaðs ræningja
Fréttir
Í gær
Færri smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að eldsvoði í Samtúni hafi verið íkveikja og morðtilraun

Segir að eldsvoði í Samtúni hafi verið íkveikja og morðtilraun