fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fréttir

Kolbrún vill umræðu um aðgerðirnar – „Þríeykið er ekki heilagt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. október 2020 09:57

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um rannsóknarrétt nútímans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir nauðsynlegt að fara ofan í saumana á sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 og kanna hvort þær hafi verið of harðar. Þetta kemur fram í leiðara blaðsins í dag.

„Sóttvarnayfirvöld og ríkisstjórn geta ekki horft fram hjá því að aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa valdið margvíslegum skaða. Þau verða að þola gagnrýni og ættu reyndar að taka henni vel en hlaupa ekki sjálfkrafa í vörn. Þau ættu einmitt að spyrja sig hvort það geti verið að aðgerðir séu of harkalegar og vera opin fyrir sjónarmiðum sem falla ekki alls kostar að þeirra eigin skoðunum. Þríeykið er ekki heilagt og óskeikult og svo sannarlega er ríkisstjórnin það ekki heldur,“ segir Kolbrún.

Kolbrún bendir á að virtir sérfræðingar og læknar víða um heim vari við hörðum aðgerðum og segi að lækningin sé orðin verri en sjúkdómurinn. „Skoðanir þessa hóps eiga ekki greiða leið að fjölmiðlum og sá sem vekur athygli á þeim í skoðanagrein og tekur undir þær er umsvifalaust stimplaður sem trumpisti og gefið er í skyn eða sagt beinum orðum að hann vilji bara að fólk deyi. Enginn vill að fólk deyi, enginn vill heldur að fjöldaatvinnuleysi skapist, fólk verði gjaldþrota eða þurfi að lifa við stöðugan ótta. Það er engin ástæða til að fullkominn einhugur sé um aðgerðir við COVID. Rökræður verða að fara fram og ólík sjónarmið eiga að heyrast,“ segir Kolbrún.

Kolbrún segir ljóst að aðgerðirnar gegn COVID-19 hér á landi bitni mjög illa á fjölmörgum. Hins vegar séu engar umræður um þær á Alþingi. Fæstir þingmenn standi í lappirnar þegar kemur að þessu málefni. Ánægjuleg undanteknin sé Sigríður Á. Andersen.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn
Fréttir
Í gær

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn
Fréttir
Í gær

Lögregla leitar vopnaðs ræningja

Lögregla leitar vopnaðs ræningja
Fréttir
Í gær
Færri smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að eldsvoði í Samtúni hafi verið íkveikja og morðtilraun

Segir að eldsvoði í Samtúni hafi verið íkveikja og morðtilraun