fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fór í mál við Breiðholtsskóla af því hún var látin hætta störfum er hún varð sjötug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. október 2020 17:35

Breiðholtsskóli. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfaði sem kennari við Breiðholtsskóla var ósátt við að hafa verið látin hætta störfum er hún hafði náð sjötugsaldri en það var í samræmi við gildandi kjarasamning. Konan var við góða heilsu og hafði mikla ánægju af starfinu. Reyndi hún með skriflegum óskum að fá starfsferil sinn framlengdan en skólastjóri varð ekki við því.

Konan höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess og krafðist 1,5 milljóna króna í skaðabætur. Kröfu sína reisti hún meðal annars á því að ákvæði kjarasamningsins hefðu minna vægi en ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi, mannréttindi og eignarrétt. Einnig bryti ákvörðunin gegn jafnræðisreglu stjórnarskráinnar en eini munurinn á konunni og samkennurum hennar hefði verið aldursmunur.

Skólinn reisti meðal annars vörn sína á réttinum til að endurnýja í kennaraliði.

Í sem stystu máli var það ákvörðun héraðsdóms að ákvæði kjarasamningsins sem í gildi var um hámarksaldur kennara væri í samræmi við lög sem gilda um vinnumarkað. Í dómnum segir meðal annars:

„Að því er varðar þá málsástæðu stefnanda að ákvæði gr. 14.9 í kjarasamningnum um starfslok kennara við 70 ára aldur eigi sér ekki stoð í ákvæðum laga, þá segir í 1. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, sem í gildi voru þegar atvik þessa máls áttu sér stað,að þar fari um ráðningu starfsfólks grunnskóla eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga og nánari fyrirmælum í samþykkt um stjórn sveitarfélags eftir því sem við eigi. Í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 128/2011 er mælt fyrir um að starfs kjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga fari eftirákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ráðningarsamninga.“
Var Breiðholtsskóli sýknaður af kröfum óánægða kennarans. Dóminn, sem er ítarlegur og tekur á ýmsum röksemdum og samanburði á reglum, lögum og stjórnarskrá, má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu