fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Bílasmiðurinn sem elskaði náttúruna – „Hann var bara yndislegur drengur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. október 2020 15:57

Einar Jónsson og hundarnir hans þrír. Samsett mynd. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Jónsson, 38 ára gamall maður sem lést í hörmulegu slysi er bruni varð í húsbíl hans síðastliðið föstudagskvöld, var vinmargur, vinsæll og afar hjálpsamur maður. „Hann var umfram allt vinur vina sinna,“ segir Jón Einarsson sem syrgir son sinn sárt en þeir voru mjög nánir.

Einar bjó í húsbíl en það var til marks um nána tengingu hans við náttúruna. „Hann unni náttúrunni og bar mikla virðingu fyrir henni,“ segir Jón en náttúrueðli Einars varð sífellt meira áberandi á seinni árum.

„Hann var barnabarn Ástu Erlingsdóttur grasalæknis og þeim þótti mjög vænt hvoru um annað. Í æsku týndi hann grös með ömmu sinni, stjúpafa og mér,“ segir Jón.

Nánir vinir Einars komu saman hjá föður hans í gærkvöld og minntust Einars. Bar þeim saman um að hann hafi verið ákaflega traustur vinur og alltaf fyrstur á vettvang til að hjálpa vinum sínum. „Það var tröppugangur í lífi hans eins og annarra en vinir hans eru sammála um að það hafi alltaf verið stutt í brosið,“ segir Jón og fer nokkrum orðum um hvað sonur hans var vel liðinn í vinnu:

Einar var bílasmiður og var þekktur fyrir einstaka aðlúð við störf sín. „Hann var fagmaður fram í fingurgóma. Hann starfaði sem bílasmiður hjá GB réttingum á Draghálsi og var gjarnan settur í vandasama bíla eins og Porsche, lögreglubíla og Volvo X99. Hann starfaði líka við sprautanir hjá ÁB áður en þeir runnu inn í Toyota og þar inni vildu sprautararnir alltaf að hann raðaði saman fyrir sig því hann rispaði aldrei neitt. Hann var mjög vandvirkur, útsjónarsamur og góður verkmaður. Svo var hann góður strákur, hann var bara yndislegur drengur,“ segir Jón.

„Ungir menn fara sínar leiðir en virðing fyrir náttúrunni og virðing fyrir náunganum voru mjög áberandi þættir í fari Einars,“ segir Jón ennfremur og bendir á að bíladellukarlinn og náttúruunnandinn hafi átt gott samlífi í syni sínum.

Jón segir að allt bendi til að hörmulegt slys út frá gashitara hafi orðið banamein sonar hans. Núna er fjölskyldan að leita fyrir sér varðandi prest og kirkju og kemur sú ráðstöfun í ljós fljótlega. Aðeins 50 manns mega vera viðstödd útförina, að presti, meðhjálpara og kór meðtöldum, en unnið er að lausnum til að sem flestir sem þekktu til Einars geti kvatt hann hinstu kveðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“