fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Blaðamaður Morgunblaðsins ánægður með að Trump borgi litla skatta – „Gott hjá honum!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. október 2020 11:00

Samsett mynd DV. Til vinstri er Ásgeir Ingvarsson en til hægri er Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er ánægður með hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti borgar litla skatta. Í New York Times var upplýst nýlega að Trump hefði greitt frá 0 upp í 750 dollara á ári í tekjuskatt undanfarin ár. Donald Trump á fjölmörg stórfyrirtæki og er talinn milljarðamæringur og viðskiptaveldi hans víðþekkt. Afhjúpun New York Times þótti vera stórfrétt.

Ásgeir segir hins vegar í heilsíðugrein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á miðvikudag: „Trump Bandaríkjaforseti borgar litla skatta. Gott hjá honum!“ Og ennfremur:

„New York Times þóttist hafa flett ofan af miklu hneykslismáli í byrjun vikunnar þegar blaðið ljóstraði því upp að skattagögn Donalds Trumps sýndu að forsetinn hefði, með alls konar tilfæringum, náð að lágmarka skattbyrði sína niður í sama sem ekki neitt. Kemur lesendum varla á óvart að ég átti erfitt með að koma auga á hneykslið og fannst þvert á móti gott til þess að vita að peningar Trumps hefðu endað hjá honum sjálfum frekar en hjá ríkinu. Því minna sem hið opinbera fær, og því meira sem verður eftir úti í atvinnulífinu hjá verðmætaskapandi fólki, því betur ætti samfélaginu að farnast.“

Ásgeir er mikill frjálshyggjumaður og hefur ekki trú á því að hið opinbera fari vel með fjármuni. Hann telur heppilegast að sem mest af tekjum einstaklinga verði í höndum þeirra því þeir ráðstafi þeim betur en ríkið. Ásgeir segir að Lánasjóður íslenskra námsmanna hafi breytt honum í frjálshyggjumann og samskipti hans við sjóðinn hafi gert honum ljóst hvað opinber rekstur sé yfirhöfuð mikið fúsk:

„Sem lánþegi sló það mig strax hvað reglur LÍN voru mikil hrákasmíði; stagbættar, óþarflega flóknar og þannig skrifaðar að hinn dæmgerði lánþegi gat varla áttað sig á réttindum sínum og skyldum. Seinna átti ég eftir að sitja í stjórn sjóðsins í hálfan vetur, fyrir hönd SÍNE, og fékk þar að sjá með eigin augum hvernig vöntun á metnaði, getu, frumleika og heildarsýn litaði námslánakerfið allt.“

Ásgeir segir íslenska skattkerfinu til hróss að það sé einfaldara en hið bandaríska, sem sé risavaxinn óskapnaður „enda vinnur þar fjölmenn stétt endurskoðenda og
skattalögfræðinga við það að kemba lagasöfnin í leit að glufum og undanþágum fyrir þá sem ættu að vera aflögufærastir.“ Íslensku skattareglurnar séu skýrar en mikil óvissa sé þó um túlkun þeirra og framkvæmd.

Stærsta vandamálið varðandi skatta á Íslandi sé hins vegar hvað þeir séu háir:

„Verst af öllu er samt hvað skattar á Íslandi eru háir og hægt að færa fyrir því sterk rök að skattbyrðin sé að valda þjóðarbúinu miklu tjóni til lengri tíma litið með því að gera íslensk fyrirtæki minna samkeppnishæf, fæla erlent fjármagn í burtu og draga þrótt úr hagkerfinu. Í samanburði við önnur OECD-lönd er skattheimta hins opinbera á Íslandi, sem hlutfall af landsframleiðslu, rétt undir miðgildi og skattarnir ekki nærri því jafn íþyngjandi í löndum eins og Írlandi, Sviss, Litháen og Japan – svo að nefnd séu nokkur lönd sem reyna að gæta hófs í skattlagningu en halda samt úti ágætis velferðarkerfi og halda vegakerfinu í horfinu.“

Í lok greinar sinnar gerir Ásgeir orð Thomas nokkurs Sowell að sínum:

„Ég hef aldrei skilið hvers vegna það er kallað „græðgi“ að vilja fá að eiga sjálfur þá peninga sem maður hefur aflað sér, en að það þyki ekki græðgi að vilja taka peninga af öðrum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“