fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vinkonur Vilborgar enduðu á bráðamóttöku eftir heimsókn í Hallgrímskirkju

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér óar við þeim vindsveipum sem hótelturn þessi mun orsaka og dynja á þeim sem eiga leið um Vitastíginn og valda þeim slysum,“ segir Vilborg Auður Ísleifsdóttir sagnfræðingur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar viðrar Vilborg áhyggjur sínar af fyrirhugaðri byggingu sautján hæða hótels á horni Vitastígs og Skúlagötu. Greint var frá áformunum í byrjun þessa árs en um er að ræða 203 herbergja hótel. Vilborg segir að útlit byggingarinnar, samkvæmt teikningum sem þegar hafa birst eftir skoska arkitektinn Tony Kettle, minni síður en svo á byggingarlist gamalla Reykvíkinga sem prýða miðbæinn, Þingholtin og til dæmis Vitastíginn.

Áhyggjur Vilborgar snúa ekki bara að útliti byggingarinnar heldur einnig að varasömum vindstrengjum sem eiga það til að myndast í kringum háar byggingar.

Vilborg nefnir dæmi um þetta og segir frá hrakförum tveggja vinkvenna sinna sem enduðu á bráðamóttökunni eftir heimsókn í Hallgrímskirkju.

„Sem dæmi um hversu vindsveipir geta verið óþyrmilegir skýt ég hér inn sögu af tveimur gömlum vinkonum, sem fóru í Hallgrímskirkju sunnudagsmorguninn 19. janúar síðastliðinn, en þá var veður sæmilegt en nokkuð hvasst. Þegar þær komu út kom sterk vindhviða fyrir suðurhorn kirkjunnar og feykti vinkonunum um koll. Kirkjuferðinni lyktaði sum sé á bráðamóttökunni í Fossvogi, enda getur íslenskt veðurfar verið hættulegt lífi manna og limum. En Hallgrímskirkja er glæsilegt kennileiti borgarinnar. Hún vísar til ýmissa vídda í huga fólks, til trúarbragða landsmanna í þúsund ár og þeirrar menningar sem það hugarfar hefur skapað. Hótelbyggingin á horni Skúlagötu og Vitastígs vísar hins vegar til hins þunga skriðs fjármagns og græðgi, sem breytir ásýnd þessa gamla hverfis, strandlengjunnar og veðurfars á þessum slóðum.“

Vilborg segir að svo virðist vera sem fjárfestum liggi á að „breyta bankafé í steinsteypugull“ og hefur hún áhyggjur af þeim vindsveipum sem hótelturninn mun orsaka.

„Á hinu horni götunnar, öndvert umræddri hótelbyggingu, er elliheimili! Um hina yfirvofandi sjónmengun ræði ég ekki. Verið er að draga okkur borgarbúa á asnaeyrunum. Við tökum eftir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar