Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Fréttir

Kórónaveiran nálgast Ísland – Komin til Skandinavíu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 16:44

Kórónaveiran leggst þungt á Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur ferðamaður sem var á ferð um Finnland hefur greinst með sýkingu vegna kórónaveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest þetta en grunur liggur um að 15 manns séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum en Vísir greindi frá hér á landi.

Búið er að setja kínverska ferðamanninn í einangrun í Finnlandi en þetta er fyrsta staðfesta tilfellið í Skandinavíu. Ferðamaðurinn er frá borginni Wuhan í Kína, þar sem talið er að veiran eigi upprunna sinn.

Kórónaveiran hefur þegar orðið rúmlega 130 einstaklingum að bana og að minnsta kosti 6.000 hafa veikst af völdum hennar. Sérfræðingar telja að veiran muni halda áfram að valda usla næstu mánuði og telja að enn séu að minnsta kosti átta vikur þar til hægt verður að hefja prófanir á hugsanlegu bóluefni gegn veirunni.

Kórónaveiran hefur dreift sér hrattt um heimsbyggðina tilfelli af veirunni hafa greinst víða í Evrópu. Þá sagði DV frá því fyrr í vikunni að íslenskt par á Spáni hafi verið í einangrun vegna gruns um kórónaveiruna en síðar kom í ljós að parið var ekki sýkt af veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu
Fréttir
Í gær

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“