fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Valdimar: Virðing fyrir skólanum hefur minnkað – Dætrum Heimis blöskraði hávaðinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að snúast dálítið við, að þessi virðingarstatus sem skólar höfðu er ekki á eins háum stalli og hann var sem er miður,“ segir Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Valdimar ræddi meðal annars stöðu skólakerfisins í athyglisverðu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun.

Blöskraði hávaðinn

Komið var víða við í viðtalinu og var Valdimar meðal annars spurður út í það hvort ekki væri borin nægjanlega mikil virðing fyrir skólanum og skólakerfinu hér á landi og hvort ákveðið agaleysi ríkti hjá börnum.

„Þegar ég flyt frá heim til Englandi eftir níu ára dvöl með mínar dætur, 9 og 12 ára, þeim blöskraði hávaðinn í kennslustofunum. Getum við ekki kennt krökkunum það að þegar komið er inn fyrir kennslustofuna þá er þögn,“ spurði Heimir Karlsson, annar þáttastjórnenda Bítisins.

Valdimar sagði að þetta væri hluti af virðingu gagnvart skólanum. „Menningin eða samfélagið er að breytast þannig að áður fyrr var kennarinn að vinna þetta með foreldrunum og börnunum og foreldrarnir ósáttir ef barninu gekk ekki vel. Núna ef gengur ekki vel eru foreldrar og nemendur að skamma kennarann. Þannig að þetta er búið að snúast dálítið við að þessi virðingarstatus sem skólar höfðu er ekki á eins háum stalli og hann var sem er miður. Það er alveg rétt að munnsöfnuður og virðing gagnvart náminu eða skipulagi starfsfólksins er ekki nægjanlega mikill.“

Hóta jafnvel að kæra

Þá sagði Heimir að heyrst hefði að kennarar væru að kvarta að börn væru orðin mjög meðvituð um stöðu sína. Ef kennari fari út fyrir eitthvað svið þegar kemur að agamálum þá sé jafnvel hótað að kæra.

„Þetta er eitthvað sem afskaplega vont og setur kennara í vonda stöðu,“ sagði Valdimar sem sagði þó jákvætt að kennarar væru meðvitaðir um það sem þeir segja . „En þetta er stundum komið út í öfgar. Kennarum verður að vera treyst.“

Þá sagði Valdimar að þetta stæði kennslunni hér á landi jafnvel fyrir þrifum. „Já, þetta er mikið rætt og þetta er eitt af þeim vandamálum sem við búum við í dag. Kennarar veigra sér jafnvel við að taka ákveðnar ákvarðanir af því að þeir eru hræddir við viðbrögð og smeykir við viðbrögð foreldra og nemenda. Þeir einfaldlega treysta sér ekki í samskipti við foreldra vegna þess að þeim finnst að sér vegið því það er verið að gagnrýna þá og skamma þá,“ sagði hann og bætti við að auka þurfti virðinguna í skólunum. Mikilvægt væri fyrir foreldra að tala ekki skólann niður því smitar til barnanna. Mikilvægt sé að hafa gott samstarf milli heimilis og skóla.

Jákvæð reynsla af farsímabanni

Öldutúnsskóli er í hópi þeirra skóla sem hafa bannað notkun farsíma á skólatíma. Bannið tók gildi 1. janúar í fyrra og hefur reynslan verið góð.

„Þetta gekk miklu betur en við þorðum að vona. Þetta snýst um að notkun farsíma er bönnuð á skólatíma. Við vitum að við getum ekki staðið með starfsmenn í anddyri og leitað á nemendum þegar þeir koma. Þetta snýst um að þeir séu með símana sína ofan í töskum, hirslum eða læstum skápum. Notkun símans er alfarið bönnuð,“ sagði hann.

Hann sagði bannið hafa átt sér langan aðdraganda og nemendafélag skólans hafi verið haft með í ráðum. „Þetta snerist ekkert endilega um skjátímann heldur aðgengi að börnum er orðið með þeim hætti að foreldrar eru jafnvel að hafa samband á skólatíma með SMS-um með skilaboðum. Þetta var orðin mikil truflun sérstaklega hjá eldri börnum.“

Valdimar sagði að vissulega hafi mátt greina einhvern pirring hjá börnum en flestir foreldrar hafi þó verið jákvæðir. Nú þegar eitt ár er liðið segir Valdimar að jákvæðar breytingar hafi fundist. Einn kennari hafi til að mynda haft á orði að nú væri hægt að fylgjast með unglingunum tala meira saman, eitthvað sem þeir gerðu ekki mikið af áður því þeir voru svo uppteknir í tækjunum.“

Hér má hluta á umræðuna í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“