Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Stefán Eiríksson ráðinn útvarpsstjóri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Rík­is­út­varps­ins hef­ur ákveðið að ráða Stefán Eiríksson sem út­varps­stjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

„Stjórn Ríkisútvarpsins ræður útvarpsstjóra, ber ábyrgð á ráðningarferlinu og öllum ákvörðunum því tengdu. Stjórnin lagði áherslu á fag­legt og vandað ráðning­ar­ferli og naut liðsinnis ráðgjafa Capacent. Í ráðningarferlinu umsækjendur metnir út frá þeim hæfniskröfum sem fram voru sett­ar í aug­lýs­ing­unni um starfið.  Þar var rík áhersla lögð á þekkingu, reynslu og færni í stjórnun og rekstri og leitað eftir öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að Stefán hafi umfangsmikla reynsla af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, sem stjórnarmaður og stjórnarformaður í opinberu hlutafélagi, sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra.

Stefán lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengd stjórnun og lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative.

Staða út­varps­stjóra var aug­lýst 15. nóvember sl. í kjöl­far þess að Magnús Geir Þórðarson lét af störf­um. Alls barst 41 um­sókn­ um stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rúta með 23 um borð valt á Mosfellsheiði

Rúta með 23 um borð valt á Mosfellsheiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reynt að stela ljósakrossi af leiði ungbarns – „Hvernig fær fólk sig til að gera svona ljótt?“

Reynt að stela ljósakrossi af leiði ungbarns – „Hvernig fær fólk sig til að gera svona ljótt?“
Fréttir
Í gær

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“
Fréttir
Í gær

17 ára piltur ók glæfralega með gult vinnuljós á bílnum

17 ára piltur ók glæfralega með gult vinnuljós á bílnum