Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Íslenska forvarnarmódelið vekur heimsathygli – Aðrar þjóðir taka upp sömu aðferðafræði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 08:00

Ungmenni drekka minna áfengi en áður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árangur Íslendinga í forvörnum á síðustu 20 árum er svo góður að aðrar þjóðir og borgir eru í síauknum mæli farnar að nota sömu aðferðafræði. Á þessum 20 árum hefur vímuefnaneysla barna og unglinga minnkað mikið og því hefur forvarnarmódelinu verið tekið fagnandi víða um heimsbyggðina.

„Íslenska módelið er algert samvinnumódel og það mæðir mest á þeim sem vinna á vettvangi með börnum. Þetta snýst um gott framboð frístunda, gott samstarf við foreldra og góða líðan í skóla.“

Hefur Fréttablaðið eftir Jóni Sigfússyni, framkvæmdastjóra Rannsókna og greiningar sem heldur utan um mælingar á þessu svið, en blaðið fjallar um málið í dag. Fyrirtæki Jóns miðlar niðurstöðum mælinga til aðila innanlands og utan. Haft er eftir Jóni að mikilvægt sé að bregðast hratt við í miðlun upplýsinga svo hægt sé að bregðast við áskorunum og notast við nýjustu mælingar.

Hann benti einnig á að aðstæður á hverjum stað skipti einnig máli. 1998 var ástandið hér á landi slæmt og ungmenni voru einir mestu neytendur áfengis, tóbaks og kannabis í allri Evrópu. Þá drukku 42% 10. bekkinga áfengi að minnsta kosti einu sinni í mánuði, 23% reyktu daglega og 17% höfðu reykt kannabis.

Brugðist var við þessu á markvissan hátt og áherslum forvarnarstarfs breytt. Til dæmis jókst tómstundaúrval og gæðin sem boðið er upp á í því eru á heimsklassa er haft eftir Jóni.

Aðgerðirnar skiluðu árangri og staðan gjörbreyttist eftir 1998. Í dag er hlutfall þeirra sem reykja, drekka og nota kannabis vel innan við 10%.

„Um aldamótin höfðu 18 prósent framhaldsskólanema aldrei orðið ölvuð, í dag er hlutfallið 46 prósent.“

Er haft eftir Jóni.

Fyrir fjórtán árum voru niðurstöður íslensku mælinganna kynntar á ráðstefnu í Osló en þá hafði neyslan dregist saman um helming frá 1998. Þá þegar voru önnur Evrópuríki farin að taka eftir þessum góða árangri. Síðan hefur módelið breiðst út en það er kynnt um allan heim undir heitinu Planet Youth. Það er meðal annars notað í Hollandi, Írlandi, Spáni, Chile og Ástralíu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld
Fréttir
Í gær

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“
Fréttir
Í gær

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn