Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands hefur undanfarna daga gefið ansi misvísandi upplýsingar um skoðanir sínar þegar að kemur að forsetakosningunum í Bandaríkjunum, sem munu eiga sér stað í haust. Hún hefur nefnilega lýst yfir stuðningi á bæði sitjandi forseta og einn frambjóðanda Demókrataflokksins.

Líkt og DV greindi frá í seinustu viku þá birti Dorrit mynd af sér og Ivönku Trump á Instagram. Ivanka er dóttir Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta. Forsetinn og fjölskylda hans er mjög umdeild, það sást vel á viðbrögðunum sem Dorrit fékk, sem voru heldur neikvæð.

Ásamt myndinni birti Dorrit eftirfarandi texta: „Fjögur ár í viðbót, …síðan þurfa Bandaríkin á konu að halda.“

Nú hefur Dorrit aftur birt mynd á Instagram, en að þessu sinnu með einum af frambjóðendum Demókrataflokksins, Michael Bloomberg. Hún tekur fram að myndin er nokkura ára gömul.

„Bandaríska þjóðin er mjög lánsöm að hafa Mike Bloomberg í framboði forseta! Hinn frjálsi heimur verður jafnvel enn lánsamari! MIKE GERIR ÞAÐ SEM HANN SEGIST ÆTLA AÐ GERA!“

Bloomberg er einn ríkasti maður heims, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið borgarstjóri New York-borgar á árunum 2001 til 2013, fyrst sem repúblikani og síðan óháður.

Ástæðan fyrir framboði Bloomberg virðist fyrst og fremst vera vegna andúðar sinnar á núverandi forseta, en hann segir að Bandaríkin eigi ekki að þurfa að þola fjögur ár af Trump í viðbót. Trump hefur sagt að áður fyrr hafi hann og Bloomberg verið vinir, en nú eru þeir það alls ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúta með 23 um borð valt á Mosfellsheiði

Rúta með 23 um borð valt á Mosfellsheiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reynt að stela ljósakrossi af leiði ungbarns – „Hvernig fær fólk sig til að gera svona ljótt?“

Reynt að stela ljósakrossi af leiði ungbarns – „Hvernig fær fólk sig til að gera svona ljótt?“
Fréttir
Í gær

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“
Fréttir
Í gær

17 ára piltur ók glæfralega með gult vinnuljós á bílnum

17 ára piltur ók glæfralega með gult vinnuljós á bílnum