Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Bjartsýnar á að Efling og Reykjavíkurborg nái að semja áður en verkfall hefst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær samþykkti yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Eflingar að boða til verkfalla eða 95,5%. 1.894 voru á kjörskrá. Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 1.071 verkfallsboðun, 34 voru á móti og 16 tóku ekki afstöðu. Formenn samninganefndar félagsins og Reykjavíkurborgar eru bjartsýnar á að hægt verði að ná samningum og afstýra boðuðum verkföllum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Þó að sumir reyni að láta þetta líta út eins og einhvern hasar í mér þá sýna þessar niðurstöður hversu ótrúlega erfiðar aðstæður og kjör fólkið lifir við. Sem talsmaður þessa hóps, formaður samninganefndarinnar og fyrrum starfsmaður Reykjavíkurborgar get ég bara vonað að loksins átti borgarstjóri og yfirvöld í borginni sig á því hversu alvarleg staðan er. Þau eiga að stíga fram, sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar, og átta sig á því að það tilboð sem við höfum lagt fram er lykillinn að því að breyta þessu ástandi.“

Hefur blaðið eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Félagið fer fram á 22 til 52 þúsund króna launahækkanir ofan á 90 þúsund króna launahækkanir sem kveðið er á um í lífskjarasamningunum svokölluðu. Félagið krefst einnig að desemberuppbót verði rúmlega 400 þúsund krónur.

Fréttablaðið hefur eftir Sólveigu Önnu að borgin hafi efni á hækkunum á borð við þessar  því hún spari 600-800 milljónir árlega með því að nota ófaglært starfsfólk Eflingar. Þetta sé mat Eflingar en borgin hafi ekki viljað láta félaginu tölur um þetta í té. Hún segist bjartsýn á að samningar náist og það er Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar einnig. Haft er eftir henni að samninganefndin mæti jákvæð til fundar við samninganefnd Eflingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Óttar lætur fjölmiðla heyra það – „Ég kalla þetta hamfarablæti“

Óttar lætur fjölmiðla heyra það – „Ég kalla þetta hamfarablæti“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Datt aftur fyrir sig og rotaðist

Datt aftur fyrir sig og rotaðist
Fréttir
Í gær

Vilhelm segir Bjarna og Katrínu álíka hættuleg landsmönnum og veiran alræmda – „Fólk þarf að mæta afleiðingunum”

Vilhelm segir Bjarna og Katrínu álíka hættuleg landsmönnum og veiran alræmda – „Fólk þarf að mæta afleiðingunum”
Fréttir
Í gær

Ofbeldismálið í Kópavogi á borði bæjarráðs: Ræða við önnur sveitarfélög um samstíga aðgerðir

Ofbeldismálið í Kópavogi á borði bæjarráðs: Ræða við önnur sveitarfélög um samstíga aðgerðir