fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. janúar 2020 14:21

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Silfrinu í dag sagði Andrés Jónsson upplýsingafulltrúi að Sjálfstæðismenn hafi haldið krísufundi í Valhöll eftir í nýjar kannanir sýndu fram á að Miðflokkurinn væri orðinn stærsti flokkurinn í sumum landsbyggðarkjördæmum. Andrés spáir því jafnframt að kosningar verði haldnar að ári, vorið 2021. Andrés segist ekki bjartsýnn á framtíð ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Ríkisstjórnin verður óstöðugri en ég held að hún lafi. En það eru einhver mál sem gætu hugsanlega komið í veg fyrir það,“ sagði Andrés.

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, tók undir með Andrési og sagði það hafa áhrif hve stutt sé í næstu kosningar. „Það styttist í kosningar og það eru ýmis mál sem hafa verið við sjóndeildarhringinn sem verða kannski erfiðari og flóknari úrlausnar þegar að því kemur. Því ákveðnir ráðherra vilja sýna á spilin og úr hverju þeir eru byggðir. Þessi mikla keyrsla á hálendisþjóðgarð er skýrasta dæmið um það meðan dómsmálaráðherra mun vilja keyra í gegn breytingar á áfengiskaupa löggjöfinni, sem hún hefur heitið á þessu ári. Það eru mál sem er sennilegt að verði talsvert tekist á um inn í þinginu,“ sagði Stefán Einar.

Stefán bætti svo við þetta að það væri sóknartækifæri fyrir Miðflokkinn því þeir geti „keyrt á málum sem hinir flokkarnir eigi erfitt með að sannfæra fólk um að þeir standi fyrir“. Hann sagði suma flokka tala á slíkum nótum en er svo tilbúið að selja sál sína þegar kemur að ríkisstjórnarsambandi. „Þar mun reyna gífurlega á Sjálfstæðisflokkinn út af bægslagangi heilbrigðisráðherra sem hefur fengið frítt spil til að koma á fullkomnari miðstýringu og soga alla heilbrigðisþjónustu undir verndarvæng Landspítalans,“ sagði Stefán Einar.

Þá spurði Egill Helgason hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki farinn að ókyrrast vegna fyrrnefndra skoðanakannana. Stefán Einar neitaði því. „Sýnist þér það? Mér sýnist þeir óskaplega afslappaðir með það, sem er hreint ótrúlegt. Í raun og veru allt of værukærir. Mér finnst menn hafa verið sofandi og leyft þessu að dangla allt of lengi. Það er ólíðandi að sjá fylgi þessa gamalgróna flokks rétt slefa yfir 20 prósent í könnunum misseri eftir misseri. Bjarni þarf að bretta upp ermar með sínu fólki ef þau ætla að reyna að snúa þessu við,“ sagði Stefán og bætti við að Bjarni Benediktsson þyrfti að íhuga stöðu sína ef þessar kannanir haldi áfram að sýna svo lítið fylgi.

Stuttu síðar fullyrti Andrés að það hafi verið haldnir krísufundir í Valhöll. „Það hafa verið haldnir krísufundir eftir að flokkurinn fór að mælast í fleiri en einni könnun undir 20 prósentum, sem er auðvitað mjög mikil breyting. En á sama tíma hefur landslagið breyst eins og með Miðflokkinn, hann togar til sín. Það eru miklu fleiri flokkar á þingi. Ég held að það muni halda áfram. […] Ég held að menn hafi ekki enn fundið svarið, stjórnmálin eru í kreppu. Það er minni athygli á þeim,“ sagði Andrés.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband