fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem rangar og of háar upphæðir séu skráðar fyrir viðskiptum sumra viðskiptavina Olís við Gullinbrú sem notast við sjálfsala. Upplifir fólk það þannig að teknar hafi verið út hærri fjárhæðir af reikningum þess en sem nemur viðskiptunum. Lesandi DV hafði samband við ritstjórn í morgun og var í töluverðu uppnámi: „Var að kaupa bensín hjá Olís, Gullinbrú, keypti fyrir 2000. kr. Þegar ég var síðan að kaupa í bakaríinu skömmu síðar sé ég að 5.995 kr. höfðu verið teknar út af kortinu. Þetta virðist vera mjög algengt  og stundum eru þetta mun hærri fjárhæðir.“

DV hafði samband við Olís vegna málsins og þar var til greiðra svara Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs. Jón kannast við vandamálið og segir að unnið sé hörðum höndum að því að uppræta vandann. Mikilvægt er að geta þess að hinar of hátt skráðu upphæðir fara í raun aldrei úr af reikningi viðskiptavinarins heldur er um að ræða heimild sem er sótt en aldrei nýtt. 

Heimild en ekki úttekt

Jón segir:

„Við hjá Olís erum að hefja innleiðingu á nýjum sjálfsölum sem bjóða viðskiptavinum upp á mun betra viðmót og nýjungar í þjónustu við viðskiptavini en þeir eldri bjóða upp á. Búið er að skipta út sjálfssölum á nokkrum stöðvum okkar og höfum við orðið vör við að í nokkrum undantekningartilfellum að upp komi tæknivilla. Þegar viðskiptavinir greiða í sjálfssölunum er sótt heimild sem nemur 20.000 kr og þegar búið er að dæla og greiðsla er gengin í gegn fellur heimildin samstundis niður.  Í fáum undantekningartilfellum situr heimildarbeiðnin eftir og fellur hún niður sjálfkrafa innan sólarhrings.

Viðskiptavinir sem hafa orðið fyrir þessu óláni hafa sumir haft samband við þjónustuver Olís sem hefur þá fellt niður heimildarbeiðnina í samstarfi við færsluhirði okkar og hvetjum við viðskiptavini sem lenda í þessu óláni að hafa samband við okkur.  Aðeins er um heimild að ræða en ekki um úttekt þannig viðskiptavinir þurfa ekki að óttast að fjárhæð fari út af reikning viðkomandi.

Það eru allmargir aðilar sem að koma að innleiðingu sem þessari. Í henni er m.a. farið eftir stöðlum alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækjanna í meðhöndlun greiðslukortafærslna og er verið að vinna hörðum höndum að leysa þessa leiðinlegu villu svo fljótt sem auðið er.  Aðalatriðið er að í þeim tilvikum þar sem þetta hefur skapað óþægindi þá er ekki um eiginlegar fjárhagsfærslur að ræða. Okkur hjá Olís þykir þetta engu að síður afar leitt en við teljum okkur vera að nálgast lausn svo viðskiptavinir verði ekki fyrir frekari óþægindum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik