Laugardagur 22.febrúar 2020
Fréttir

Svindlarar á Íslandi með búnt af fölsuðum seðlum – „Þetta var hópur sem fór víða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um helgina tókst svindlurum að koma nokkuð af evruseðlum í umferð. Aðferðin sem að þeir beittu var að fara með háa seðla, 100 og 200 evrur og versla lítið eitt með þeim. Þeir herjuðu einna helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla. Þetta var hópur sem fór víða.“

Þetta segir í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook. Eins og DV greindi frá á mánudag hefur nokkuð verið um falsaða evruseðla hér á landi að undanförnu. Nú hefur lögregla varpað frekara ljósi á málið, en þar segir að svindlararnir hafi farið stuttar ferðir með leigubílum eða keypt sígarettur og smávörur en fengu svo afgang í íslenskum krónum. Þannig tókst þeim að verða sér úti um talsverða peninga, að sögn lögreglu.

„Fljótt á litið eru þetta sambærilegir seðlar evrum. En þeir standast enga nánari skoðun ef menn vita að hverju á að leita. Svo virðist sem að svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi.“

Rannsókn lögreglu í þessu máli miðar vel áfram. Í færslu lögreglu á Facebook fylgja meðal annars myndir og skýringar á því hvernig má greina þessa seðla frá alvöru seðlum:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi