fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðjón segir að það verði ekki náttúruöflin sem hrekja íbúana á brott heldur sterk og lítt sýnileg öfl

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verða lík­lega ekki nátt­úru­öfl­in sem kné­setja byggðirn­ar og hrekja íbú­ana á brott. Miklu lík­legra er að mann­anna verk ráði úr­slit­um, íhlut­un lög­gjaf­ans, for­gangs­röðun gæða í þágu sér­hags­muna­hópa, fá­læti og hirðuleysi stjórn­valda.“

Þetta segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Guðjón um náttúruhamfarirnar á Vestfjörðum og rifjar upp að í dag séu rúm 25 ár liðin frá snjóflóðinu í Súðavík.

„Snjóflóð féll á þorpið árla morg­uns og á ör­fá­um sek­únd­um var höggvið óbæt­an­legt skarð í hóp íbú­anna, 14 líf hurfu á braut. Þrátt fyr­ir trausta innviði og sterka eft­ir­lif­andi ein­stak­linga, þá hef­ur þorpið aldrei verið samt eft­ir.“

Lykt af hetjum

Guðjón var vistaddur tilfinningaþrungna athöfn í kirkjunni í Súðavík í síðustu viku. Þar áttu hann – og fleiri – einlægt samtal með nokkrum þeirra sem upplifðu þennan skelfinga atburð fyrir aldarfjórðungi.

„Ilm­ur­inn í kirkj­unni, mér fannst það vera lykt af hetj­um. Ég hugsaði með sjálf­um mér að það þyrfti lík­lega fólk eins og þau til að standa vörð um byggðina í land­inu, hafa trú á að það sé hægt. Missa ekki trúna þótt svipu­högg nátt­úr­unn­ar dynji á þeim aft­ur og aft­ur.“

Guðjón segir að erfiðar minn­ing­ar hafi svo enn frek­ar gert vart við sig í hug­um margra þegar stórt snjóflóð féll á Flat­eyri um sama leyti, fyr­ir rúmri viku.

„Eins og ógleym­an­legt er, þá féll flóð þar í októ­ber þetta sama ár með hörmu­leg­um af­leiðing­um, 20 þorps­bú­ar misstu lífið. Árið 1995 var því sann­ar­lega anno terri­bil­is á Vest­fjörðum. Varn­argarðar komu naum­lega í veg fyr­ir mann­tjón í þetta sinn en íbú­un­um var brugðið, þeir stóðu í þeirri trú að ör­yggi væri tryggt. Höfn­in var eyðilögð og all­ir bát­ar sokkn­ir.“

Sterk og lítt sýnileg öfl

Guðjón segir að Vestfirðingum sé í blóð borið að fást við krefjandi náttúruöfl, bæði til lands og sjávar. Umbunin og hvatinn að búsettu á svæðinu hafi verið fögur náttúruna, gjöfult land og fengsæl fiskimið.

„Það verða lík­lega ekki nátt­úru­öfl­in sem kné­setja byggðirn­ar og hrekja íbú­ana á brott. Miklu lík­legra er að mann­anna verk ráði úr­slit­um, íhlut­un lög­gjaf­ans, for­gangs­röðun gæða í þágu sér­hags­muna­hópa, fá­læti og hirðuleysi stjórn­valda. Það eru sterk og lítt sýni­leg öfl sem með klækj­um hafa leitt marg­ar rót­grón­ar sjáv­ar­byggðir í gapa­stokk­inn. Þrótt­mikl­ar byggðir í sögu­legu sam­hengi eru nú í stöðu bein­inga­manns gagn­vart fáum, öfl­ug­um auðhring­um sem Ísland í seinni tíð hef­ur alið af sér,“ segir hann.

Hann endar grein sína á þeim orðum að stór hópur stjórnmálamanna styðji óbreytta stefnu, það muni leiða fleiri byggðarlög í þrot og valda vaxandi mismunun.

„Fylg­is­menn þeirra sem hins veg­ar vilja sann­gjarna og eðli­lega nýt­ingu sam­eig­in­legr­ar auðlind­ar í haf­inu eru marg­ir á Alþingi. Þeir hafa sem leiðarljós mark­mið sjálf­bærni og hags­muni byggðarlaga. Þeir eru því miður enn of fáir en þeim mun fjölga. Það ger­ist í nýj­um kosn­ing­um til Alþing­is og er ekki tíma­bært að fara að und­ir­búa þær?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work