fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Fékk 460 milljónir fyrir blokkaríbúð í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 08:00

Vatnsstígur 22. Róbert Wessman fékk 460 milljónir fyrir þakíbúðina. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum vikum hefur fyrirtækið Hrjáf ehf., sem Róberts Wessman í Alvogen á, keypt rúmlega þrjátíu nýjar íbúðir í Reykjavík fyrir rúmlega 1,8 milljarða. Flestar íbúðanna eru í nýja hverfinu við hús Ríkisútvarpsins. Athygli vekur að Hrjáf ehf. greiddi hluta af kaupverðinu í Efstaleiti með 317 fermetra þakíbúð Róberts við Vatnsstíg 20-22. Var hún metin á 460 milljónir króna í viðskiptunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að kaupverð íbúðana í Efstaleiti hafi verið 1.510 milljónir króna. Eins og fyrr segir voru 460 milljónir greiddar með íbúðinni við Vatnsstíg en afgangurinn var fjármagnaður með lánsfé og var einu skuldabréfi þinglýst á hverja íbúð.

Í lok nóvember keypti Hrjáf ehf. sex íbúðir við Frakkastíg og Hverfisgötu fyrir 308 milljónir en fyrir átti fyrirtækið 15 íbúðir við Frakkastíg. Í desemberbyrjun keypti Hrjáf ehf. 31 íbúð á svokölluðum A-reit á lóð RÚV í Efstaleiti. Íbúðirnar eru við Lágaleiti, Efstaleiti og Jaðarleiti og eru af ýmsum stærðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi