fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Eyrnamerktir skattar fara ekki í verkefnin sem þeim er ætlað: „Úps var ég að segja eitthvað sem ég mátti ekki nefna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, eru sammála um að taka þurfi eyrnamerkta skatta til endurskoðunnar. Þau voru gestir í Bítinu í morgun þar sem þau ræddu um stóru deilumál vikunnar.

Í vikunni hefur mikið verið til umræðu sú staðreynd að þeir fjármunir sem renna í ofanflóðasjóð séu ekki nýttir í ofanflóðavarnir, en tveir þriðju af því fjármagni sem í sjóðinn rennur eru nýttir til annara verkefna.

Þetta hátterni stjórnvalda helgast af lagabreytingu sem var gerð árið 2018 þar sem ákvæði laga um markaðar skatttekjur voru felld brott.  Áður hafði sambærileg tillaga verið lögð fram á alþingi 2013-2014 en hlaut ekki afgreiðslu.

Ekki gott

Brynjar segir að þetta fyrirkomulag með ofanflóðasjóð, að aðeins þriðjungur eyrnamerktra skatttekna hans nýtist til framkvæmda, sé ekki gott.

„Ég meina já já. Þetta er auðvitað ekki mjög gott en menn verða að vita samt hvernig þetta gerist. Þarna kemur skattur, það er settur skattur á. Hann kemur bara alltaf inn og svo þarf að skipuleggja hvað á að framkvæma og svo framkvæma menn ákveðið og búnir að framkvæma fyrir hvað 21 milljarð. Síðan er það náttúrulega umhverfisráðherra sem fer með þennan málaflokk. Hann forgangsraðar í fjárlögum sínum málum. Hann leggur ekkert til neitt frekari aðgerðir í snjóflóðavörnum.

„Þingið, það þarf að ákveða á fjárlögum og hefur ekkert verið ákveðið neitt á fjárlögum. Ráðherra hefur ekki haft þetta sem forgangsmál hjá sér og þess vegna bara eru engar framkvæmdir.

Nú er fyrirkomulagið þannig að eyrnamerkt verkefni fá aðeins það fjármagn sem fjárlög leggja þeim í té. Helga Vala bendir á að þetta fyrirkomulag gildi eins með aðra eyrnamerkta skatta.

Ekki eina dæmið 

Helga Vala nefndi svo fleiri dæmi. „Þetta er ekki eina dæmið. Ég meina við erum með framkvæmdasjóð aldraðra sem á einmitt að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila. […]Ég held að það sé svoleiðis með útvarpsgjaldið líka. Úps! var ég að segja eitthvað sem ég mátti ekki nefna?“

Helga Vala segir að þetta sé málefni sem þingið þurfi vissulega að skoða.

„Já við hljótum að skoða það. Þetta er bara óþolandi, þetta er meira en pirrandi, þetta er bara fáránlegt að það er verið að taka og eyrnamerkja hluta af skattgreiðslum almennings til einhverra verkefna og skila þeim svo ekki þangað. En þessu var breytt 2018 þannig að það var leyft að gera þetta. Það hafði ekki verið áður.

Brynjar er sammála Helgu um að þetta fyrirkomulag þurfi að skoða. Alþingi kom þessu á, og Alþingi geti tekið það af.

„Annað hvort tekurðu skattinn af eða eyðir þessu í þetta. Við getum breytt öllu, við getum meira að segja breytt um háralit á þér.“

Felldu niður markaðar skatttekjur

Lagabreytingin 2018 felldi niður markaðar skatttekjur í meðal annars í Framkvæmdasjóð aldraðra, til Neytendastofu, í atvinnuleysistryggingasjóð, fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, framlög til starfsendurhæfingasjóða,   til Ábyrgðarsjóðs launa,  í rannsóknasjóð til að auka verðmæti sjávarfangs, til Vegagerðarinnar, tekjur af bensíngjaldi sem áður skyldi varið til vegagerðar samkvæmt vegáætlun og útvarpsgjaldið.

Nú munu allir þessir áður mörkuðu skattar renna beint í ríkissjóð og er svo úthlutað til þeirra stofnanna sem áður nutu þeirra ef heimild er veitt fyrir því í fjárlögum. Samkvæmt því sem Helga Vala benti á í ríkinu fara þó ekki allir eyrnamerktu skattarnir til þeirra mála sem þeir voru rukkaðir fyrir.

Brynjar tók þó fram í Bítinu að þetta hafi þó einnig verið gert áður en til lagabreytingarnar kom.

„Það var gert samt áður. Og menn eru hættir að hafa markaðar tekjur.“

Þá svaraði Helga:

„Já það var gert áður, en nú má það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat