Mánudagur 24.febrúar 2020
Fréttir

Unga kynslóðin kom í veg fyrir stórtap

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 18:56

Markvörðurinn Viktor Gísli var valinn maður leiksins hjá Íslendingum. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Noregi, 31-28, í milliriðli EM í handbolta. Leikurinn hófst skelfilega hjá íslenska liðinu þar sem Norðmenn komust í 8-1 og mest í 7 marka forskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var hörmulegur allan fyrri hálfleikinn en sóknarleikurinn lagaðist er á leið og þannig tókst að koma í veg fyrir að forskot Norðmanna ykist enn meira.

Í síðari hálfleik áttu yngri leikmennirnir í íslenska liðinu sviðið og tókst að saxa hressilega á forskot Norðmanna án þess að leikurinn yrði nokkurn tíma spennandi. Síðari hálfleikurinn var í heild góður hjá Íslendingum.

Ólafur Guðmundsson var markhæstur í íslenska liðinu með 6 mörk, Arnór Þór Guðmundsson skoraði 4 og þeir Haukur Þrastarson, Viggó Kristjánsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru með 3 mörk hver.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í markinu eftir að hann kom inn á seint í fyrir hálfleik eftir slakan leik Björgvins Páls.

Síðasti leikurinn í milliriðli er gegn Svíum á miðvikudagskvöld kl. 19:20.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“