Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Rafbílasali trylltist um borð í vél Icelandair – Guðmundur Thor sagður hafa hrækt framan í lögregluna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Thor Guðmundsson, rafbílasölumaður á bílasölunni Even hf. til margra ára samkvæmt Linkedin-aðgangi hans, hefur verið ákærður fyrir tvö atvik sem bæði varða meintar árásir hans á lögreglumenn. Rétt er að taka fram að Even fór í þrot fyrir um tveimur árum.

Fyrra atvikið átti sér stað í mars í fyrra en þá er hann hafa sagður hafa tryllst um borð í vél Icelandair. DV greindi frá því atviki á sínum tíma en samkvæmt þeirri frétt brutust út átök um borð í vél á leið til Stokkhólms, fyrir flugtak.

Þurfti að leita aðstoðar lögreglu vegna manns sem var í annarlegu ástandi um borð og lét öllum illum látum. Olli þetta um 30 mínútna seinkun á fluginu en maðurinn var handtekinn og leiddur frá borði. Sá maður var Guðmundur Thor, samkvæmt ákæru. Í ákæru gegn honum er hann sakaður um að hafa slegið lögreglumann, við skyldustörf, hnefahöggi í andlitið í téðri flugvél.

Guðmundur Thor er sakaður um að hafa síðar í sama mánuði reynt að kýla annan lögreglumann, þá á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann er enn fremur sakaður um að hafa hrækt á þriðja lögreglumanninn í lögreglubíl á leið frá Landspítalanum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Hrákinn lenti á vinstri vanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld
Fréttir
Í gær

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“
Fréttir
Í gær

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn