Laugardagur 22.febrúar 2020
Fréttir

Jón Gnarr kom að stúlku í miðjum klíðum að svipta sig lífi: „Ég panikkaði og stökk á hana, hún stakk mig með hnífnum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti Tvíhöfða ræddu Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson það álag sem bæði lögreglumenn og starfsmenn geðspítala eða geðdeilda geta verið undir. Báðir voru sammála um að þessar stéttir fengu á sig ósanngjarna gagnrýni frá þeim sem þekkja ekki raunveruleika starfsins. Bæði Sigurjón og Jónu unnu við slík störf á yngri árum. Jón, starfaði til að mynda á Kópavogshæli á árunum 1985 til 1988. Hann segir að í erfiðum aðstæðum getur starfsmaður brugðist „rangt“ við þó honum gangi gott eitt til.

„Ég hef séð þessa tilhneigingu á Íslandi, hjá fjölmiðlum til dæmis, að gera mikið úr því ef til dæmis strætóbílstjóri er eitthvað hvumpinn og óliðlegur. Stundum sér maður í myndum, til dæmis í hinni þekktu kvikmynd, Englum alheimsins. Mér fannst það frekar ósanngjarnt í garð starfsfólksins. Líka þessi umfjöllun um Kópavogshælið. Af því að mest af þessu fólki, flest af þessu fólki sem er að vinna þessi störf, eins og strætóbílstjórar eða lögreglufólk eða starfsfólk á geðdeildum er bara vænsta fólk sem er að reyna að gera eitthvað gott en er bara undir alveg ótrúlega, fáránlegu álagi sem er ekkert hægt að útskýra,“ sagði Jón.

Jón kom svo með dæmi af sjálfum sér um þær erfiðu aðstæður sem þessar stéttir geta lent í og brugðist „rangt við“. „Ég er að koma á vakt og var með bók. Ég var í kiljuklúbb Máls og menningar, var með glænýja kilju og var að koma á næturvakt. Ég fékk mér kaffisopa og svo var svona rapport, kvöldfundur þar sem kvöldvaktin sagði að það væri búið að vera rólegt. Síðan labbaði ég til að tékka á herbergjunum, sem sagt heilsa upp á alla og segja að ég væri kominn á vaktina og ef það væri eitthvað þá bara hóa í mig,“ sagði Jón.

Í þessum rólegu aðstæðum gekk Jón skyndilega inn í hrylling. „Ég gekk inn á stúlku sem var að reyna að fyrirfara sér. Hún var búin að skera sig. Hún hafði komist í hníf og var búin að skera sig á púls á báðum höndum. Ég panikkaði og stökk á hana. Hún stakk mig með hnífnum. Hún gerði það ekki viljandi, því henni brá líka þegar ég kom að henni. Þegar ég stökk á hana og ætlaði að ná af henni hnífnum, þá sem sagt stakk hún mig með hnífnum. Einhvers staðar í höndina við olnbogabótina,“ sagði Jón og fór svo að ræða önnur mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi