Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fréttir

Davíð nóg boðið: Húðskammar stjórnmálamenn – „Forkastanlegt, svo fastar sé ekki kveðið að“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 09:19

Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Loforð sem fasteignaeigendum voru gefin í upphafi málsins hafa því verið að engu höfð, sem er forkastanlegt, svo fastar sé ekki kveðið að,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag. Leiða má líkum að því að þar haldi Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, á penna.

Í leiðaranum skrifar Davíð um snjóflóðið sem féll á Flateyri í síðustu viku og olli miklu tjóni. Eftir flóðið hafa spurningar vaknað um ofanflóðasjóð og þá fjármuni sem áttu að vera eyrnamerktir sjóðnum til uppbyggingar snjóflóðavarna en voru notaðir í annað. Mjög hefur dregist að ljúka uppbyggingu varnargarðanna, en í upphafi gerðu áætlanir ráð fyrir að henni myndi ljúka árið 2010. Því var svo frestað til 2020 en enn er mikið verk óunnið.

Tryggðu fjármuni um stórfellt átak

Í leiðaranum rifjar Davíð upp snjóflóðið á Flateyri árið 1995 en þá var Davíð sem kunnugt er forsætisráðherra landsins. Hann segir að í kjölfar síðasta snjóflóðs, í liðinni viku, hafi verið rifjuð upp viðbrögð þáverandi stjórnenda landsins – þar á meðal hans sjálfs – eftir snjóflóðið 1995.

„Þeir gáfu loforð um að stofnað yrði til þess að hefja þegar vandaðan undirbúning og svo að tryggja í senn lagaramma og fjármuni til að gera stórfellt átak í snjóflóðavörnum landsins. Markmiðið væri að gera afgerandi breytingar til batnaðar og draga sem frekast væri fært úr snjóflóðaógninni. Og helst að koma í veg fyrir verstu áhrif þessara tegunda náttúruhamfara á þær byggðir landsins sem væru útsettar.“

Allir lögðust á eitt

Davíð segir að gengið hafi verið í þessi mál af festu og samstaða flokka hafi verið góð. Allir hafi lagst á eitt um mikilvægi þess að ráðast í uppbyggingu snjóflóðavarna. „Og á það var einnig minnt að átaki af þessu tagi fylgdi óhjákvæmilega að landsmönnum væri sendur reikningurinn og eins hitt að þótt þeir væru að vonum þreyttir á hversu mikill kostnaður væri hengdur á fasteignir þeirra, þá var velvildin og samkenndin svo rík í þessu máli að varla nokkur maður fann að þessu viðbótargjaldi.“

Davíð segir að í framangreindri yfirferð hafi þess verið getið að þegar hefði 21 milljarði króna að núvirði verið varið til verkefnsins. Annað eins þyrfti til að ljúka verkefninu að fullu.

„Allt virtist þetta gott og blessað. En umræðan hélt áfram og ekki voru allir þeir þættir sem nefndir voru í framhaldinu jafn ánægjulegir. Því var haldið fram af trúverðugum aðilum að í rauninni væri búið að innheimta af húseigendum landsins þann 21 milljarð sem vantaði til að klára verkið! Þeir peningar stæðu þó ekki ónotaðir í hirslum Ofanflóðasjóðs heldur væri búið að eyða þeim að geðþótta yfirvalda! Meðal annars hefði þeim verið varið til að moka í holur við fjárlagagerð!“

Forkastanleg vinnubrögð

Davíð segir að loforð sem fasteignaeigendum voru gefin á sínum tíma hafi því verið höfð að engu. „Sem er forkastanlegt, svo fastar sé ekki kveðið að. Og það sem enn verra er að víða býr fólk við alvarlega hættu, sem hægt hefði verið að bægja í burtu eða draga verulega úr ef stjórnvöld hefðu haldið því striki sem dregið var í upphafi með góðri samstöðu þingheims og byggt var á ríkri samkennd þjóðarinnar.“

Davíð segir að vel megi vera að einhver búi yfir vitneskju um það hvers vegna þetta mikilvæga mál hafi verið svona illa afvegaleitt. „Og þá jafnframt hverjir hafi stýrt þeim verknaði. En sú vitneskja er örugglega ekki almenn. Langflestir hafa verið í góðri trú.

Það er þýðingarmikið að þingmenn gangi þegar í stað fast eftir því að fá upplýst hvers vegna brugðið var út af eindregnum vilja þings og þjóðar til nauðsynjaverka og fest hafði verið í lög sem ekki mátti misskilja.

Standi þingmenn sig þar eins og sjálfsagt er að ætla, mega þeir ekki láta setja sig í eilífðarbið eftir skýrslum um málið, sem reynist svo, eins og svo margar slíkar, götóttar og gallaðar, en samt látnar duga sem endapunktur máls. Með öllu þessu verður auðvitað fylgst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir menntaskólanemar þurftu að snúa frá Ítalíu vegna Kórónaveirunnar

Íslenskir menntaskólanemar þurftu að snúa frá Ítalíu vegna Kórónaveirunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örmagna í verkfalli

Örmagna í verkfalli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi tjáir sig um dóm Héraðsdóms Vesturlands – Var dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir

Björn Ingi tjáir sig um dóm Héraðsdóms Vesturlands – Var dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sölvi er látinn: „Þar skiptust á skin og skúrir, von og vonleysi“

Sölvi er látinn: „Þar skiptust á skin og skúrir, von og vonleysi“