Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Lára Hanna tekur Lilju Rafney til bæna fyrir að kenna okkur um – „Horfðu stíft í spegil og íhugaðu hvar ábyrgðin á horfnu fé liggur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2020 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG í Norðvesturkjördæmi, er á samfélagsmiðlum harðlega gagnrýnd og sögð hafa kennt almenningi um hafa ekki nýtt fjármuni betur sem voru settir í ofanflóðasjóð.

Ofanflóðasjóður og ofanflóðavarnir voru til umræðu í Silfrinu í gær vegna snjóflóðsins á Flateyri. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, reið á vaðið og sagði ábyrgðina vera hjá stjórnmálamönnum en ekki almenningi.

Lára Hanna Einarsdóttir, sem meðal annars situr í stjórn RÚV, tók upp þann pistil og sagði Lilju til syndanna. Lilja Rafney svaraði þeirri færslu og sagði þær snúa út úr orðum hennar.

Tilgangslaus mantra

Þuríður Harpa sagði í sinni færslu að stjórnmálamönnum væri treyst fyrir því að þessir fjármunir skiluðu sér á réttan stað. „Lilja Rafney í Silfrinu: Við berum öll ábyrgð sem samfélag að hafa ekki nýtt þá fjármuni sem settir voru í ofanflóðasjó. Ég spyr er það semsagt þannig að ég sem skattgreiðandi get alls ekki treyst því að stjórnvöld hverju sinni séu að nota peninga sem eyrnamerktir eru í sérverkefni vegna t.d. lífsógnandi aðstæðna í þau verkefni. Að ég þurfi að vera að sífellt að athuga hvort stjórnvöld séu að taka peninga úr sjóðum og nota í annað?,“ spurði hún í gær og bætti svo við:

„Halldór Halldórsson sagði að auðvitað væri enginn að stela peningunum úr sjóðnum. Ég spyr er þá búið að skila þeim, eru þeir til? Svo finnst mér mantran um að VIÐ ÞURFUM AÐ LÆRA AF ÞESSU SVO ÞAÐ ENDURTAKI SIG EKKI, vera algjörlega tilgangslaus þar sem við sjáum trekk í trekk að við lærum afar lítið og hægt af mistökum.“

Ekki málaefnalegt

Lára Hanna vísaði svo í þessa færslu og bætti við hana: „Þuríður Harpa segir hér nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég hlustaði á Lilju Rafney (Lilja Rafney Magnúsdóttir) í Silfrinu. Ég var afar ósátt við að vera, ásamt öðrum landsmönnum, kennt um vanefndir ráðherra og annarra stjórnmálamanna gagnvart almenningi í landinu og forgangsröðun þeirra í þágu auðmanna og útgerðar. Mig grunar að almenningur hafi lært mun meira af hruninu og öðrum atburðum en þeir sem á gullinu liggja. Ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki látið í sér heyra á opinberum vettvangi og jafnvel verið húðskammað fyrir að gagnrýna. Ég vísa þessum sakagiftum frá mér og geri þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir axli þá ábyrgð sem við, skattgreiðendur, borgum þeim fyrir að bera.“

Þessu svaraði Lilja Rafney í athugasemd og sagði hún þær báðar snúa út úr. „Mér finnst með ólíkindum hversu langt er seilst til að snúa út úr orðum fólks og leggja á versta veg. Er það svona sem við viljum að samskipti og samtal milli fólks þróist áfram mér finnst það hvorki málefnalegt né heiðarlegt og ekki skila okkur neitt áfram í þjóðmálaumræðunni,“ skrifaði Lilja Rafney.

Hvað hefur þú gert?

Óhætt er að segja að Lára Hanna hafi ekki samþykkt þessa útskýringu. Hún svaraði Lilju og sagði henni að skammast sín. „Lilja Rafney – þakka þér fyrir að koma inn á þráðinn og segja þína skoðun, það gera ekki allir stjórnmálamenn. EN… Hér er fólk ekki ‘að snúa út úr’ orðum þínum heldur tjá skilning sinn á þeim og lái þeim hver sem vill. Þetta er margt fólk og það ætti frekar að fá þig til að hugsa þinn gang um hvernig þú orðar hlutina og talar til okkar. Við þekkjum þá áráttu stjórnmálanna að velta ábyrgð á gagnrýniverðum gjörðum eða sinnuleysi valdhafa yfir á alla þjóðina og okkur líkar það illa – þessum venjulega almenningi sem er alsaklaus af téðri ábyrgð,“ skrifaði Lára Hanna.

Hún bendir á að Lilja Rafney hafi verið þingmaður í fjölda ára: „Þú hefur verið þingmaður Vestfjarða æði lengi, eða síðan árið eftir hrun. Hvað hefur þú gert til að beina meiri peningum úr ofanflóðasjóði til snjóflóðavarna vítt og breitt um landið? Hve margar ræður hefurðu haldið á Alþingi um málið? Horfðu stíft í spegil og íhugaðu hvar ábyrgðin á horfnu fé liggur. Hún liggur alltént ekki hjá almenningi. Ekki heldur sultarlaun öryrkja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftirför í miðborginni

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“