fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fréttir

Ósátt við „óviðeigandi“ líkamsleit -„Konan sem sat og skældi á Saga Lounge“

Auður Ösp
Laugardaginn 18. janúar 2020 09:00

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst þetta verulega óþægilegt og algerlega ástæðulaust,“ segir Helga Waage, en hún hefur sent opið bréf á forsvarsmenn Isavia vegna grófs áreitis sem hún telur sig hafa orðið fyrir við öryggisleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Helga er búsett í Bandaríkjunum en hún var á leið í flug frá Íslandi þann 6. janúar síðastliðinn. Opna bréfið birtir Helga á Facebook-síðu sinni. Í samtali við DV kveðst Helga ekki vilja tjá sig nánar um atvikið að svo stöddu en aðspurð segist hún ekki hafa fengið nein viðbrögð við bréfinu frá forsvarsmönnum Isavia. Hún bíður því enn svara. Hún vekur athygli á að erfitt hafi verið að finna viðeigandi tölvupóstfang til að koma kvörtuninni á framfæri.  „Þannig að ég endaði á að senda þetta á einhverju formi á vefsíðunni þeirra og finnst líklegt að þeir „pulli“ „við heyrðum ekkert af þessu“. Ég gaf þeim alveg sólarhring áður en ég póstaði þessu á Facebook,“ segir Helga.

Hér má lesa bréf Helgu í heild sinni:

Ég var að fara í gegnum öryggistékk á Leifsstöð og lenti í því – eins og iðulega – að leitarhliðið bíbbaði á mig. 

Það kom starfskona til að leita á mér og ég sagði kurteislega (eins og svo oft áður) að þau ættu nú að laga stillinguna á hliðinu þannig að brjóstahaldarar triggeruðu ekki leit.

Hún brást við því með því að strjúka mér vandlega um brjóstin, og klípa aðeins í leiðinni. Hún strauk með opnum lófum en ekki handarbakinu eins og tíðkast annars staðar.

Mér fannst þetta verulega óþægilegt og algerlega ástæðulaust. 

Ég flýg mikið, ca 15 sinnum á ári. Keflavíkurflugvöllur er eini flugvöllurinn þar sem ég lendi nánast alltaf í auka-tékki og þar sem líkamsleit fer fram á svona óviðeigandi máta.

Helga bendir jafnframt fólki á að fá ferðafélaga sinn til að vera viðstaddan öryggisleit til að komast hjá óþægilegum uppákomum á borð við þessa.

Fjölmargir hafa ritað athugasemd undir færsluna og hvetja Helgu til að taka málið lengra. Í athugasemd undir færslunni segir Helga að hún hafi verið „konan sem sat og skældi á Saga Lounge“ eftir atvikið.

Þingforseti ósáttur

Í nóvember 2009 kvartaði þáverandi forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, yfir því að hafa verið tekin í líkamsleit í Leifsstöð þótt öryggishlið hafi ekki gefið frá sér viðvörunarhljóð. Þetta kom fram í Fréttablaðinu á sínum tíma.

„Ásta og fleiri fóru utan sunnudaginn 1. nóvember í opinbera heimsókn til Króatíu í boði þingsins þar. Eins og aðrir fór Ásta úr jakka og skóm og gekk á sokkaleistunum í gegnum öryggishlið í Leifsstöð.  „Það pípti ekkert í hliðinu en ég var tekin til hliðar og leitað á mér hátt og lágt. Ég gerði enga athugasemd við það en spurði hvort þetta væri venja þegar pípir ekki í neinu. Mér var sagt að þetta væri stundum gert,“ segir þingforsetinn og ítrekar að öryggisverðir í Leifsstöð hafi einungis verið að sinna sínu starfi. „Það er virðingarvert og sjálfsagt að það sé leitað vel áður en fólk fer í flugvélar en þetta kom mér bara svolítið á óvart.“

Í samtali við Fréttablaðið sagði Friðþór Eydal hjá Keflavíkurflugvelli ohf. að alls ekkert óvenjulegt væri við það að leitað væri á fólki þótt öryggishlið hafi ekki pípt á það. „Hér eru gerðar alls konar reglubundnar handahófsúttektir.“

Blaðamaður leitaði viðbragða hjá Isavia og eftirfarandi svör bárust frá Guðjóni Helgasyni upplýsingafulltrúa.

Hvernig er háttað þjálfun þeirra starfsmanna sem starfa við vopna og öryggisleit í Leifsstöð? 

Starfsmenn sem vinna í vopna- og öryggisleit fara í gegnum grunnþjálfun til að geta starfað sem flugverndarstarfsmenn. Þjálfunin byggir á reglugerð um flugvernd og þjálfunaráætlun Isavia fyrir flugvernd sem unnið er eftir. Mikið er lagt upp úr verklegri þjálfun bæði í kennslustofu og á starfsstöð. Starfsmenn þurfa að standast hæfnimat að lokinni grunnþjálfun til að geta starfað sem flugverndarstarfsmenn.

Hvaða reglur gilda um líkamsleit (pat down) á farþegum? 

Starfsmenn í vopna- og öryggisleit (flugverndarstarfsmenn) sinna ekki líkamsleit, starfsmenn sinna handleit, þar sem þeir strjúka á kerfisbundin hátt yfir líkama í gegnum fatnað.  Allir flugverndarstarfsmenn vel þjálfaðir í handleit og fara reglulega í endurmenntun.

Er það algengt að kvartanir berist frá farþegum sem upplifa þessa leit óviðeigandi/niðurlægjandi?

Nei það er alls ekki algengt að það berist kvartanir vegna handleitar. En ef slíkt gerist þá er það tekið til skoðunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi
Fréttir
Í gær

Bogi og Jóhannes sagðir hafa heimtað aðgerðir – Þess vegna var öruggu löndunum fjölgað

Bogi og Jóhannes sagðir hafa heimtað aðgerðir – Þess vegna var öruggu löndunum fjölgað
Fréttir
Í gær

Ná sér ekki af eftirköstum COVID-19 og reyna að komast í endurhæfingu á Reykjalundi

Ná sér ekki af eftirköstum COVID-19 og reyna að komast í endurhæfingu á Reykjalundi