fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Hildur varð fyrir auðkennisþjófnaði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. janúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn einstaklingur hefur þóst vera tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir á samfélagsmiðlum. Listakonan hefur víða verið á vörum fólks undanfarna daga í ljósi Óskarstilnefningu hennar fyrir kvikmyndina Joker.

Í kringum velgengni Hildar var stofnaður Twitter-aðgangur þar sem alls konar ummæli voru látin flakka sem komu aðdáendum á óvart sem fylgdust með aðganginum. Á þessum gerviaðgangi hafði umsjónarmaður hans einnig samband við ýmsa fylgjendur og þótti sumum gruggugt að eigandi aðgangsins kynni ekki íslensku.

Þegar Hildur komst sjálf að þessum aðgangi hvatti hún notendur á ósviknu Twitter-síðu sinni til að tilkynna auðkennisþjófnaðinn. Falska aðganginum hefur nú verið lokað.

Hildur hefur átt mjög góðu gengi að fagna á síðasta ári og því nýja, fyrst fyrir tónlistina úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl, sem skilaði henni meðal annars Emmy-verðlaunum og Grammy-tilnefningu, og undanfarið hefur verðlaunum og tilnefningum verið hlaðið á tónlist hennar fyrir Joker. Þá hlaut hún Golden Globe-styttuna fyrir Jókerinn á dögunum ásamt verðlaunum gagnrýnenda, Critic‘s Choice Awards. Telja sérfræðingar og veðbankar að Hildur verði líkleg til sigurs á Óskarnum þann 9. febrúar.

Hildur er önnur íslenska konan sem hlotið hefur tilnefningu til Óskarsverðlauna en á undan henni var Björk Guðmundsdóttir tilnefnd fyrir besta frumsamda lagið árið 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi