fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Miðflokksmenn fylgdu góðum vini til grafar – „Hann stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins birti í gærkvöldi færslu á Facebook til að minnast vinar síns, Jóns Vals Jenssonar, guðfræðings sem lést fyrir skömmu. Ólafur lýsir jarðarför Jóns Vals í pistlinum, en ásamt Ólafi voru aðrir þingmenn Miðflokksins.

„Ég fylgdi í dag góðum vini, Jóni Val Jenssyni, sem féll frá um aldur fram. Mikil eftirsjá er að þeim góða manni og mannvini. Ég var í góðra vina hópi með Karli Gauta Hjaltasyni og Birgi Þórarinssyni úr þingflokki Miðflokksins. Borgarfulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir var líka mætt. Hjá okkur Gauta sátu góðar vinkonur, þær Edith Alvarsdóttir og Anna Björg Hjartardóttir. Sungin var yfir Jóni Val vegleg sálumessa í dómkirkju Krists konungs í Landakoti, hinni dýrlegu kirkju teiknaðri af Guðjóni Samúelssyni. Húsfyllir var í kirkjunni og athöfnin var hin fegursta. Kanslari biskupsdæmisins séra Jakob Rolland stýrði athöfninni.“

Sjá einnig: Jón Valur er látinn: Sannkristinn íhaldsmaður og þjóðfélagsrýnir

Sjá einnig: Margir minnast Jóns Vals: „Hvíl í friði, skrýtni karl“

Ólafur deilir einnig minningarorðum sínum um Jón Val úr Morgunblaðinu, en þar ræðir hann um baráttu Jóns Vals, meðal annars gegn Icesave, þriðja orkupakkanum og þungunarrofi.

„Jón Valur Jensson var hugsjónamaður, ódeigur í baráttu fyrir málefnum sem hann bar fyrir brjósti. Hann var gagnmenntaður mannvinur, tók málstað þjóðar sinnar og varði lífsrétt ófæddra barna.“

„Jón Valur barðist fyrir hugsjónamálum sínum af þekkingu og brást aldrei. Hann stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi, barðist gegn Icesave með þjóðarheiður að kjörorði og þriðja orkupakkanum með áherslu á fullveldi þjóðarinnar yfir mikilvægum orkuauðlindum sínum.“

„Jón Valur bar eitt mál fyrir brjósti umfram öll önnur: Lífsrétt ófæddra barna sem var heilagur í hans augum. Hann fjallaði um þau málefni af þekkingu og virðingu án áreitni og af skilningi. Honum voru það mikil vonbrigði þegar meirihluti á Alþingi samþykkti að rýmka verulega tímamörk fóstureyðinga.“

Í pistli Ólafs kemur fram hvernig hann kynntist Jóni Val, en það var á ættfræðinámskeiði fyrir mörgum árum. Hann segist oft hafa rætt við Jón Val um sameiginleg hugðarefni þeirra.

„Jón Valur naut viðurkenningar sem einn fremsti ættfræðingur þjóðarinnar. Kynntist ég Jóni þegar ég sótti ættfræðinámskeið hjá honum fyrir margt löngu. Lagði hann mikla áherslu á gagnrýna meðferð ættfræðiheimilda. Við hittumst oft á lífsleiðinni, ræddum saman, síðast eigi alls fyrir löngu, um sameiginleg hugðarefni á sviði þjóðmála og menningarmála. Blessi þig voru jafnan orð hans þegar við kvöddumst.“

„Jón Valur barðist fyrir þjóðlegum gildum og hag þjóðarinnar, var mikill áhugamaður um sögu lands og lýðs og hafði djúpan skilning á mikilvægi kirkju og kristni á leið þjóðarinnar frá árdögum til samtímans.“

Ólafur segir að lokum að Jóni Val verði sárt saknað. Hann segir Jón hafa barist fyrir góðum málstað, en fallið frá of snemma.

„Ég átti því láni að fagna að eiga vináttu Jóns Vals Jenssonar. Bros hans var kankvíst og einlægt og náði til augnanna sem höfðu mildan blæ. Jón Valur var mannkostamaður sem gekk fram af heilindum og djörfung.“

„Jón Valur Jensson féll frá um aldur fram og er sárt saknað. Börnum hans og ástvinum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Með alúð og þakklæti kveð ég hann sem einlægt barðist fyrir góðum málstað með orðum hans sjálfs: Blessi þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala