Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Emanúel Aron sagður hafa afmyndað tvo menn: Blóðið fossaði á Dönsku kránni – Fólskulegur kinnhestur í Vestmannaeyjum

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 17. janúar 2020 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emanúel Aron Þórunnarson hefur verið ákærður fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárás sem áttu sér stað árin 2017 og 2018. Í báðum tilvikum sló hann drykkjaríláti úr glasi í höfuð viðkomandi og miðað við lýsingar í ákæru má telja líklegt að mennirnir hafi afmyndast á höfði.

Fyrra og alvarlegra atvikið átti sér stað í nóvember árið 2017 á Dönsku kránni. Þá ku hann hafa slegið karlmann með glerglasi í andlitið, svo glasið brotnaði við höggið. Því næst ku hann hafa slegið manninn tveimur til þremur hnefahöggum í andlitið svo hann féll í gólfið.

Afleiðingar þessa eru sagðar umtalsverðar og hlaut fórnarlambið slæm meiðsli í andliti og á höfði. Í ákæru segir að maðurinn hafi hlotið „marga skurði í andlit sem sauma þurfti með tuttugu og einu spori, það er þriggja sentímetra skurð hægra megin á enni, eins sentímetra skurð vinstra megin á enni, eins sentímetra skurð á nefi og þriggja sentímetra skurð yfir efri vör vinstra megin við miðlínu sem klauf vörina […] og innkýlt nefbrot vinstra megin sem gera þurfti að með nefréttingu.“

Hitt atvikið átti sér stað í Vestmannaeyjum í apríl árið 2018. Þar ku Emanúel Aron hafa slegið annan mann flötum lófa í andlitið og skömmu síðar slegið hann með glerflösku aftan á höfuðið. Maðurinn hlaut þriggja sentímetra langan og þriggja til fjögurra millimetra djúpan skurð á hnakka sem sauma þurfti með fjórum sporum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld
Fréttir
Í gær

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“
Fréttir
Í gær

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn