Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fréttir

Björgólfur syrgir Össa – „Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði“ – „Hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti núlifandi Íslendingurinn, minnist bróður síns, Arnar Friðriks Clausen, sem lést í upphafi árs eftir langa baráttu við MS-sjúkdóminn. Örn Friðrik er líklega þekktastur fyrir einn af stofnendum Ásatrúarfélagsins en hann tók virkan þátt í starfi félagsins um árabil. Björgólfur Thor og Örn voru sammæðra.

Björgólfur segir skrýtið að tala um skyndilegt andlát því hann Örn greindist með MS árið 2002. „Össi bróðir lést skyndilega í síðustu viku. Í raun er skrýtið að tala um skyndilega, því Össi hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt í nokkuð mörg ár í gegnum sinn ólæknandi og beiska sjúkdóm. Ég veit ekki hvort er verra, að missa systkini skyndilega í slysi eða að horfa upp á manneskju tærast upp smátt og smátt. Það var ákaflega sárt að horfa á bróður minn berjast við MS-sjúkdóminn í svona mörg erfið ár,“ skrifar Björgólfur.

Hann segir þó mikilvægt að minnast hans eins og hann var áður en hann veiktist. „Þótt Össi væri orðinn mjög þjakaður í lokin var alltaf stutt í bros og hlátur hjá honum, enda alltaf umlukinn ást og athygli fjölskyldu sinnar. Á þessum tímamótum gefst mér kærkomið tækifæri til að skoða fyrri hluta ævi Össa bróður – sem ég var farinn að gleyma í þoku sjúkdóms hans. Sú mynd er gjörólík, af manni sem ég átti ótal frábærar stundir með og margar minningar sem ég finn núna koma svo sterkt og skýrt fram í huga mínum eftir langan dvala þar,“ segir Björgólfur.

Hann heldur áfram að lýsa Össa. „Ég man eftir Össa sem stóra bróður, sem var mjög áhugaverður og ótrúlega fróður um málefni sem fönguðu forvitni manns. Hann var gullnáma fróðleiks og oft leit maður með undrun á þá heima sem Össi var að velta fyrir sér. Ég sé fyrir mér herbergið hans á æskuheimili okkar, uppfullt af plakötum úr heimi dulspeki og ásatrúar, ásamt öllum bókum Tolkien um undraheima manna, dverga og álfa. Hann hlustaði gjarnan á Wagner og Niflungasaga var í uppáhaldi hjá honum.

„Ofan á þetta allt saman átti saga hernaðar í heimsstyrjöldunum tveimur mikinn sess hjá honum, hann átti aragrúa af bókum og efni um hinar ýmsu orrustur. Hann kunni ótrúleg deili á smáatriðum í þessum efnum og var ótrúlega vel lesinn um þetta söguskeið. Þetta var frábær staður fyrir ungan dreng eins og mig að fá að skoða og velta fyrir sér. Össi var allra manna fróðastur um herkænsku, skriðdreka, herdeildir og kunni deili á öllum herjum seinni heimsstyrjaldar sem hann sagði mér oft frá og átti góðan þátt í að gera þennan heim spennandi og fróðlegan fyrir forvitinn yngri bróður. Þar var ég ákaflega heppinn,“ segir Björgólfur.

Hann segir að ávallt hafi verið gaman að heimsækja Össa. „Það var gaman sem lítill strákur í Vesturbænum á reiðhjóli að heimsækja Össa niður í miðbæ þar sem hann var að vinna, hann tók alltaf vel á móti manni, var til í að spjalla og gaf sér góðan tíma frá vinnunni til að sinna litla bróður þegar mig bar að í Grjótaþorpinu og Austurstræti. Hann átti fjölbreyttan og athyglisverðan vinahóp og var oft glatt á hjalla þegar hann og Helga pössuðu mig þegar foreldrar mínir fóru til útlanda. Hann var umfram allt skemmtilegur bróðir – mikill sérvitringur sem var með eindæmum uppátækjasamur og frumlegur. Honum fannst mjög gaman að miðla af fróðleik sínum um sín helstu áhugamál og það var auðvelt að spjalla við Össa um alla heima og geima,“ segir Björgólfur.

Að lokum þakkar Björgólfur Össa fyrir samfylgdina: „Ég þakka fyrir allan þann góða tíma sem ég átti með Össa bróður og hans yndislegu fjölskyldu, sem var honum allt í lífinu – alveg fram á síðasta dag. Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði og von um að hann sé kominn á betri stað núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“
Fréttir
Í gær

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann
Fréttir
Í gær

16 ára sonur Láru tók á móti áfengissendingu – „Hann var ekki spurður um skilríki“

16 ára sonur Láru tók á móti áfengissendingu – „Hann var ekki spurður um skilríki“
Fréttir
Í gær

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“
Fyrir 2 dögum

Mái snýr aftur

Mái snýr aftur