fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tók sitt eigið líf á skólalóðinni – „Það er við hæfi að ég drep mig hér þar sem ég lærði að hata lífið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti og því ákvað Hringbraut að minnast pistils sem Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson skrifaði í kjölfar þess að maður hengdi sig á skólalóð árið 2013.

Maðurinn hafði átt erfitt uppdráttar frá því hann kláraði grunnskóla. Hann náði þó að ljúka háskólanámi og fékk góða vinnu eftir það. En vegna álags þá einangraði hann sig.

Séra Jakob fjallaði um þessi sorglegu örlög mannsins á bloggsíðu sinni á sínum tíma en hann birti einnig hluta af sjálfvígsbréfi mannsins.

„Það er við hæfi að ég drep mig hér þar sem ég lærði að hata lífið,“ sagði maðurinn í upphafi bréfsins en hann var lagður í einelti í skólanum. Í bréfinu lýsir hann því hvernig eineltið hafði áhrif á hann alveg fram á síðasta dag.

„Árum saman hafði ég engan annan tilgang í því að fara á fætur á morgnana en að vera hataður og niðurlægður einn dag í viðbót hér í þessari skítlegu hatursstofnun. Eina leiðin fyrir mig á þessu tímabili að sofna á kvöldin var að hugsa um dauðann. Það var svo slakandi að ímynda sér að maður þyrfti aldrei aftur að koma hingað í haturspyttinn. Ég var orðinn það góður í þeirri hugleiðslu að stundum fann ég algera kvíðalosun og ró, ógeðslegheit lífsins hreinlega gufuðu upp og dauðinn var lausnin.

En ég hafði aldrei kjark í að framkvæma það, enn þann dag í dag á ég erfitt með það. Með því að koma hingað þá vonandi hellist  viðbjóður lífsins yfir mig og ég get loksins drullast til að kála mér eftir að hafa ætlað það í öll þessi ár. Partur af huganum einfaldlega vill koma hingað í þessa gömlu þjáningu og deyja þar.

Ég man ekki eftir að hafa lært mikið annað hér en að hata sjálfan mig, hata þetta líf og hata þetta djöfullega sjúka hjarðdýr sem mannskepnan er. Ég lýk mínu hatursnámi hér þar sem ég hóf það…“

Séra Jakob sagði að í bréfinu væri maðurinn að lýsa mikilli kvöl ásamt reiði, sorg og missi. „Gleðinni var rænt úr lífi hans og ógeði fyllt á í staðinn,“ segir Séra Jakob.

Hann segir það vera óskiljanlegt að börn geti átt hlut að því að skapa skólafélögum sínum svona ömurleika „um leið og þau láta upptendrast af löngun til þess að hjálpa litlum svöngum börnum í útlöndum eða hlaupa út um allt að leita að týndum ketti.“

Þá segir hann það vera hörmulegt að kennarar skuli ekki rífa niður dyr og þök jafnvel til þess að stemma stigu við slíkri ógæfu. „Að foreldrar skuli ekki vilja ganga úr skugga um að þeirra barn eigi ekki þátt í þessu birtir heimsku og hroka.“

Séra  Jón segir að það sé á okkur kallað að leggja okkur fram. „Við megum ekki láta þau sem falla svona liggja óbætt hjá garði. Finnum okkar innri orku, nýtum reyndar aðferðir og uppgötvum nýjar. Þau vandamál sem við ekki leysum þegar þau koma upp eiga það nefnilega til að hanga á skólalóðinni seinna – í sinni hryllilegustu mynd.“

Við minnum fólk sem er að glíma við sjálfsvígshugsanir á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þar eru þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sem svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt hvorki fyrir Hjálparsímann né netspjallið. Nánari upplýsingar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work