fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Mjög grunsamlegar mannaferðir á Vesturlandi: Tekið í hurðarhúna og læðst um garða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 10:21

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessum mánuði hefur Lögreglan á Vesturlandi fengið tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í umdæminu. Í einu tilvikinu var um að ræða innbrot og skemmmdarverk. Lögreglan leitar núna grunsamlegra manna sem hafa komið við sögu í þessum málum, en í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi segir:

„Í síðustu viku fengum við tilkynningar frá íbúum við Bárugötu á Akranesi og Borgarvík í Borgarnesi og í þessari viku hafa okkur borist tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi á Akranesi.

Tekið var í hurðarhún á húsi við Höfðagrund og eins við Grenigrund. Í öðru tilvikinu var um tvo menn var að ræða að sögn tilkynnanda, annar sagður hafi verið hávaxinn í svartri hettupeysu en hinn þybbinn í grárri hettupeysu. Tilkynnandi sagði þá hafa verið að taka í hurðarhún útidyrar og þegar hann leit út um gluggann sá hann þá við bílskúr hússins.

Svo virðist sem þessir aðilar fari um stíga og garða og kanni hvort opið eða ólæst sé hjá fólki. Sérstaklega þarf að passa upp á innganga baka til svo sem frá görðum og einnig passa glugga sem mögulegt væri að komast inn um ef þeir eru ekki vel lokaðir.

Við leituðum þessara manna en án árangurs.

Gerum því nauðsynlegar en einfaldar varúðarráðstafanir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar