fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tvö lík fundust á Sólheimasandi – Lík karlsins fannst skammt frá konunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík karls og konu fundust á Sólheimasandi í dag. Lík konunnar fannst laust undir hádegi en lík mannsins fannst um tvöleytið. Talið er að líkin séu af pari sem var að ferðast saman.

Tilkynning lögreglunnar á Suðurlandi um málið er eftirfarandi:

„Kl. 11:55 í morgun fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um að lík konu hafi fundist á Sólheimasandi, skammt frá göngustíg að flugvélarflaki þar. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og í framhaldi af skoðun þeirra á vettvangi var kölluð björgunarsveit til frekari leitar.  Um kl. 14:00 fannst lík karlmanns skammt frá þeim stað sem konan lá.  Dánarorsök liggur ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu á líkunum.   Vísbendingar eru um að um sé að ræða par sem var að ferðast saman og hefur sendiráð viðkomandi ríkis verið upplýst um stöðuna. Bíll sem talinn er í leigu parsins er á bílastæði við Sólheimasand og vitað er að hann fór um Hvolsvöll á austurleið kl. 14:55 þann 13. janúar s.l.

Tæknideildar- og rannsóknarlögreglumenn eru við vinnu á vettvangi og er ekki að vænta upplýsinga af hálfu lögreglunnar að sinni.“

Samkvæmt frétt á RÚV er talið líklegt að fólkið hafi orðið úti. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er ekkert sem bendir til saknæms athæfis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“