Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fréttir

Flottræfilsháttur hjá Arion? – Sjáðu rándýra dagskrá á árshátíð bankans – Ráku hundrað manns í september

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að árshátíð starfsmanna Arion-banka sé í dýrari kantinum en Fréttablaðið birtir mynd af dagskrá veislunnar. Samkvæmið fer fram í Hörpunni um helgina og líkist dagskráin helst tónlistarhátíð frekar en árshátíð vinnustaðar.

Margir þekktustu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk og er því engum blöðum um að fletta að veislan sé rándýr. Í september síðastliðnum rak bankinn um hundrað manns í sparnaðarskyni. Bankinn leigir stóran hluta Hörpunnar undir veisluhöldin og er með þrískipta dagskrá samtímis.

Dagskrána má sjá í heild sinni hér að neðan en til marks um íburðinn má nefna sem dæmi að klukkan 22:30 geta starfsmenn valið á milli þess að hlusta á Röggu Gísla eða JóaPé og Króla. Nú, eða hlusta á uppistand með Meistara Jakob á Kolabrautinni.

Auk fyrrnefndra skemmtikrafta þá leikur GusGus fyrir dansi og Ari Eldjárn fer með gamanmál. Ljóst er að þetta er ekki með ódýrari skemmtunum sem hægt er að bóka á árshátíð.

Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um árshátíðina en í samtali við blaðið réttlætti Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, árshátíðina með því að þetta væri stór vinnustaður.

Benedikt Gíslason var ráðinn bankastjóri Arion síðasta sumar. Þegar hundrað manns voru reknir í september sagði hann: „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“

Hvað segja lesendur, er þetta eðlileg dagskrá hjá stórum vinnustað eða er góðærið alræmda endurvakið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Innbrot á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband birt af miklum viðbúnaði lögreglu við menntaskóla: Yfirbuguðu ungan mann vegna gruns um akstur undir áhrifum

Myndband birt af miklum viðbúnaði lögreglu við menntaskóla: Yfirbuguðu ungan mann vegna gruns um akstur undir áhrifum
Fyrir 21 klukkutímum

Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendanlega – Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar

Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendanlega – Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“