Sunnudagur 19.janúar 2020
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var á þriðja tímanum í dag kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. Allt að þrír verða sóttir til Flateyrar og komið undir læknishendur á Ísafirði en vegna ófærðar síðustu daga hafa þeir ekki komist frá bænum. Jafnframt verður einn sóttur til Ísafjarðar og fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan flytur sömuleiðis búnað fyrir björgunarsveitir og Almannavarnir á Flateyri.

Þá er faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í gær einnig um borð en honum var boðið að fljúga með þyrlunni vestur á Ísafjörð til að geta hitt dóttur sína. TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan þrjú í dag og er gert ráð fyrir að þyrlan verði komin á Flateyri á fimmta tímanum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjavíkurflugvelli á þriðja tímanum þegar áhöfnin á TF-GRO undirbjó sig fyrir útkallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Þingmaðurinn hjólandi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vinnuslys um borð í bát

Vinnuslys um borð í bát
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikið uppnám þegar maður ók á brunahana

Mikið uppnám þegar maður ók á brunahana