fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þjóðin í sárum eftir útreiðina gegn Ungverjum – „Þjálfara og liði til skammar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 19:57

Íslensku stuðningsmennirnir voru spenntir og glaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með fullri virðingu var þessi seinni hálfleikur liði og þjálfara til skammar. Skora 6 mörk og tapa hálfleiknum með 9 mörkum. Menn mega bara skammast sín fyrir svona frammistöðuleysi!“ skrifar Ólafur Arnarsson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, á Facebook-síðu sína eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi.

Margir láta í sér heyra eftir leikinn í kvöld og núna fer fólk ekki lengur með himinskautum á þjóðarstoltinu. Sumir slá þó á létta strengi og blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar: „Vér FH-ingar lýsum yfir fullri ábyrgð á þessu tapi.“

Jakob hefur verið nokkuð gjarn á að eigna FH-ingum stóra hlutdeild í velgengni landsliðsins og þarna reynist hann samkvæmur sjálfum sér.

„Jamm. Hæpiđ í kringum strákana kom illa í bakiđ á þeim. Því miđur,“ skrifar Davíð Löve.

„Hver er sinnar gæfu smiður. Hvernig segir maður það á dönsku?“ skrifar Þráinn Hauksson og minnir þar á að það var hlutverk Dana að koma sjálfum sér áfram í milliriðil en Danir féllu úr leik við tap Íslands gegn Ungverjalandi.

Margir minna á að í síðari hálfleik hafi „slæmi kaflinn“ hafið innreið sína að nýju í leik íslenska liðsins.

„Þetta var svindl, þeir fengu alltaf að skora en við fengum ekkert að skora,“ skrifar Kristinn nokkur og lítur málið sposkum augum.

Hallur Magnússon var óánægður með spænsku dómarana en dómgæslan þótti nokkuð sérkennileg. Hann skrifar:

„Greinilegt að Spánverjar vilja hvorki Dani né Íslendinga í undanúrslit. Ekki það hafi gert útslagið en hjálpaði til.“

„Úbbs þetta er nú meira hrunið hjá okkar mönnum í seinni hálfleik. Herre gud,“ skrifar Páll Valur Björnsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, leigubílstjóri og virkur í athugasemdum, sér jákvæða hlið á óförunum og skrifar: „Lélegi leikurinn búinn.“  Við tökum undir með Heimi og vonum að þetta hafi verið slakasti leikur Íslands á EM.

Fleiri slá á létta strengi. Brynjar Jóhannsson skrifar: „Var þetta ekki alveg þess virði að tapa ? Mér fannst allavega gaman að sjá örgu Danina í stúkunni.“

Einar Bárarson grípur til ensku og beinir þessum skilaboðum til Dana: „Denmark … this is what you get when you “forget” to give us points in Eurovision.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“