Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Erfitt að meta eignatjón: Íbúar á Suðureyri fengu SMS – Bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 08:11

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfitt er að meta eignatjón í snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og við Súgandafjörð. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjórans frá því í morgun. Tjón verður kannað betur í birtingu.

Í skýrslunni kemur fram að hætta sé talin á mengun vegna olíutanka sem fóru með flóðinu á Flateyri. Fulltrúi frá Umhverfisstofnun hefur verið upplýstur um málið.

Sem betur fer er engra saknað eftir flóðið en björgunarsveitarfólk á Flateyri bjargaði ungri stúlku sem grófst í flóðinu. Henni var komið í öruggt skjól í húsnæði sundlaugarinnar.

Fjögur hús voru rýmd á Suðureyri og íbúar í efstu húsum á Flateyri yfirgáfu hús sín.

Mikill viðbúnaður var vegna snjóflóðanna. Annað flóðið, sem féll á Flateyri, var mjög stórt og sagt jafnast á við flóðið 1995 að stærð.

Á Flateyri féllu flóð úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili. Í Súgandafirði féll flóð úr Norðureyrarhlíð, sem er gegnt Suðureyri, og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem náði yfir fjörðin og skall á Suðureyri. Bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur. Í skýrslu almannavarna kemur fram að íbúar á Suðureyri hafi fengið SMS á íslensku og á ensku vegna hættu á flóðbylgju í kjölfar frekari flóða. Var fólk beðið að halda sig frá hafnarsvæðinu.

Í fyrstu voru björgunarsveitir á Suðureyri og Flateyri kallaðar út og stuttu síðar voru allar sveitir við Ísafjarðardjúp kallaðar út. Um 30 björgunarmenn voru sendir með varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar. Auk læknis og sjúkraflutningamanns. Einnig mannaði björgunarsveitafólk lokunarpósta víða, þar sem lokað var vegna snjóflóðahættu.

Veðurhorfur: Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum