fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fréttir

Þetta er það sem mætti Guðmundi á bráðamóttökunni – Staðfestir óhugnanlegar lýsingar starfsfólks

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get þannig staðfest allar þær „óhugnanlegu“ lýsingar sem læknar og starfsfólk Landspítalans hafa við haft í fréttatímum og umræðum um stöðu spítalanna,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins.

Guðmundur lýsir upplifun sinni af bráðamóttökunni á Landspítalanum í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Það vill þannig að til að ég hef lent í þeirri stöðu að þurfa að mæta á bráðavaktina þrisvar á síðustu 2 árum með fjölskyldumeðlimi. Í öllum tilfellum var ég þarna með mitt skyldfólk í allt að 3 sólarhringa á bráðavaktinni og þann tíma voru mínir sjúklingar á göngunum,“ segir hann.

Ekkert rými til að slappa af

Guðmundur lýsir svo því sem mætir fólki á bráðamóttökunni þegar mikið er að gera.

„Þar er gríðarlegur erill og oft mikill hávaði, mikið af veiku fólki og slösuðu. Á göngum er alltaf full lýsing, starfsfólk á fullri ferð við að sinna öðrum sjúklingum og sárþjáð fólk fær ekkert rými til þess að geta slappað af og haft frið og ró. Nær engum svefni og ekkert andrými til þess að tala í rólegheitum við starfsfólk og vini.“

Tilefni færslunnar er frétt Fréttablaðsins um fund Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra með læknaráði í gær. Nokkuð hefur verið rætt um fundinn en á honum biðlaði hún til lækna að hætta að tala niður Landspítalann.  Sitt sýnist hverjum um þetta en Ragnar Freyr Ingvarsson læknir gagnrýndi Svandísi harðlega eins og Eyjan fjallaði um í morgun. Ragnar sagði til dæmis:

„Henni blöskraði orðanotkun lækna og að kasta til orðum eins og neyðarástand. Hún óskaði jafnframt eftir fleiri læknum til að eiga sem “hauka í horni”.“

Ógeðfellt

Guðmundur segir í færslu sinni að í framhaldi af verunni á göngum bráðamóttökunnar hafi tekið við lega á göngum á öðrum deildum spítalans. „Og í tveim tilfellum liðu 2 vikur þar til viðkomandi komust inn á viðunandi hjúkrunarrými.“

Guðmundur segir að talsmenn Landspítalans hafi bent réttilega á að fjölda sjúklinga á bráðamóttöku hafi þrefaldast á síðustu árum. Því fari fjarri að framlög úr ríkissjóð hafi fylgt þeirri aukningu. Þá bendir hann á að „stóru barnasprengjuárgangarnir“ séu að komast á lífeyrisaldur. Fjölgun þeirra næsta áratug verði langt umfram það sem verið hefur hingað til.

„Í stað þess að lækka auðlindagjöld verðum við að stórhækka þau. Aðferð Svandísar og meðráðherra hennar að draga úr framlögum til heilbrigðiskerfisins (sé litið til fjölgunar þeirra sem sækja á heilbrigðisstofnanirnar) og leggja þar að auki allt að 80% jaðarskatt á skyldusparnað aldraðra er með því ógeðfeldasta sem stjórnmálastéttin hefur lagt út hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Minni notkun sýklalyfja

Minni notkun sýklalyfja
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Samherji sakar RÚV um gagnafölsun – Segir Helga Seljan hafa sagt þjóðinni ósatt

Samherji sakar RÚV um gagnafölsun – Segir Helga Seljan hafa sagt þjóðinni ósatt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Breskar íþróttakonur verða fyrir áreiti á samfélagsmiðlum – „Vona að þú deyir úr krabbameini“

Breskar íþróttakonur verða fyrir áreiti á samfélagsmiðlum – „Vona að þú deyir úr krabbameini“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjólar í Kára Stefánsson: „Núna sitjum við uppi með afleiðingarnar af þessum skapsveiflum forstjórans“

Hjólar í Kára Stefánsson: „Núna sitjum við uppi með afleiðingarnar af þessum skapsveiflum forstjórans“